Íslendingar hafa vaknað til vitundar um að hér á Íslandi eru frábærar aðstæður til fjallaskíðaiðkunnar. Hvergi eru þær betri en á Tröllaskaganum.

Þessi fjögurra daga fjallaskíðaferð hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallaskíðum sem og þeim sem vilja njóta skíðamennsku undir tryggri leiðsögn. Umhverfi Sóta Lodge er markað fjöllum og æðislegum brekkum af öllum stærðum og gerðum, þannig allir ættu að finna eithvað við sitt hæfi.

Þetta er hin fullkomna ferð til að sjá og upplifa hvað við og Tröllaskaginn höfum upp á að bjóða. Þessi ferð passar vel fyrir þá sem vilja sleppa úr amstri hversdagsins og leyfa sér að njóta frábærar fjallgöngu og síðan rennsli frá fjallstoppi niður til sjávar. Þegar komið er á Sóta Lodge eftir góðan dag getur þú látið líða úr þér og slappa af, við sjáum um að þú njótir og nærist vel.
Fjallaskíði og slökun á Sóta Lodge er eftirminnileg blanda sem að þú ættir ekki að láta framhjá þér fara.

Markmiðið er að í lok ferðar séu gestir endurnærðir á líkama og sál, andlega upprifnir og líkamlega þreyttir eftir góða daga á fjöllum.

Innifalið í verði

 • Allur matur á meðan ferð stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
 • Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns
 • Gæðagisting á Sota Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
 • Skutl milli staða á meðan dvöl stendur

Ekki innifalið

 • Fjallaskíði og búnaður
 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir

Hvað á að koma með

 • Skíði (fjallaskíði eða splitboard) og búnað (skinn, brodda, stafi, hjálm, skíðagleraugu)
 • Snjóflóðabúnað (skófla, stöng, ýlir – passa að hann virki og sé með ný batterí)
 • Bakpoki (min. 32l, m/skíðafestingum)
 • Vind- og vatnsheldur jakki
 • Vind- og vatnsheldar buxur
 • Ullarnærföt
 • Hanskar
 • Vatnsflaska
 • Sólarvörn
 • Lítill sjúkrataska

 

 

Dagskrá

Dagur 1

16:00 – 18:00: Mæting á Sóta Lodge

18:00: Fundur með leiðsögumanni. Farið yfir komandi skíðadaga og búnað þátttakenda

19:00: Kvöldmatur

 

Dagur 2

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með sér í bakpoka)

10:30: Farið yfir búnað og hann prófaður (ýlaskoðun og stutt ýlaleit, notkun á snjóflóðastöng)

11:00: Haldið til fjalla. Fljótin eru í næsta nágrenni við Sóta Lodge. Þau eru mikill snjóakista og verður markmið dagsins að leika sér í bestu brekkunum.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Farið yfir daginn og næsta dag

19:00: Kvöldmatur

Dagur 3

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með sér í bakpoka)

11:00: Brekkurnar þræddar. VIð höldum áfram að uppgötva bestu brekkurnar í Fljótum.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Farið yfir daginn og næsta dag

19:00: Kvöldmatur

 

Dagur 4

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför frá Sóta (hádegismatur tekinn með sér í bakpoka)

11:00: Lagt upp í brekkurnar. Siglufjörð þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Þar renna mikilfengleg fjöll til sjavar. Markmið dagsins verður að skíða frá fjallstoppi niður til strandar.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Farið yfir daginn og næsta dag

19:00: Kvöldmatur

 

Dagur 5

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför frá Sóta

11:00: Haldið til fjalla. VIð heimsækjum Siglufjörð að nýju með það að markmiði að skíða yfir í Fljótin úr Skarðsdal.

14:00: Koma á Sóta Lodge

15:00: Brottför