Íslendingar hafa vaknað til vitundar um að hér á Íslandi eru frábærar aðstæður til fjallaskíðaiðkunnar. Hvergi eru þær betri en á Tröllaskaganum.

Þessi fimm daga fjallaskíðaferð hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjallaskíðum sem og þeim sem vilja njóta skíðamennsku undir tryggri leiðsögn. Umhverfi Sóta Lodge er markað fjöllum og æðislegum brekkum af öllum stærðum og gerðum, þannig allir ættu að finna eithvað við sitt hæfi.

Við munum leggja land undir fót og byrja ævintýrið okkar í Fljótunum. Við höldum upp svo kallaða Almenninga þar sem mikilfenglegt útsýni er yfir Siglufjörð, Tröllaskagann og Norður Atlantshafið. Þar má reikna með að hækkun sé í kringum 1000 m.

Næst heimsækjum við Ólafsfjörð, nánar tiltekið Kleifar. Þar fyrir ofan rís Arnfinnsfjall eða Finninn, eins og fjallið er jafnan kallað af heimamönnum. Hann býður upp á fullkomnar brekkur sem leiða þig frá fjallstoppi til sjávar.

Við munum ekki sleppa Siglufirði. Þar förum við upp Skarðsdalinn, í átt að Presthnjúk. Frábært útsýni er þar yfir Siglufjörð og þann fjallasal sem umlykur hann og tækifæri til að ná nokkrum góðum brekkum.

Við munum halda áfram að leita að fullkomnum brekkum og besta útsýninu. Þetta eru aðeins nokkur svæðanna sem við munum ferðast um, það fer allt eftir veðri og snjóaðstæðum, þar sem öryggi er okkar forgangur.

Þetta er frábær ferð til að kynnast því sem Sóti og Tröllaskaginn hafa upp á að bjóða. Hún hentar vel fyrir þeim sem vilja sleppa úr amstri hversdagsins og leyfa sér að njóta frábærar fjallgöngu og síðan rennsli frá fjallstoppi niður til sjávar. Þegar komið er á Sóta Lodge eftir góðan dag getur þú látið líða úr þér og slappa af, við sjáum um að þú njótir og nærist vel.
Fjallaskíði og slökun á Sóta Lodge er eftirminnileg blanda sem að þú ættir ekki að láta framhjá þér fara.

Markmiðið er að í lok ferðar séu gestir endurnærðir á líkama og sál, andlega upprifnir og líkamlega þreyttir eftir góða daga á fjöllum.

Innifalið í verði

 • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
 • Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns
 • Snjóflóðabúnaður (bakpoki, skófla, stöng, ýlir)
 • Yoga – tveir tímar á dag
 • Gæðagisting á Sota Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
 • Skutl milli staða á meðan dvöl stendur

Ekki innifalið

 • Fjallaskíði og búnaður – hægt er að leigja úrvals Blizzard Zero G fjallaskíði hjá Sóta Summits.
 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir

Dagsetningar:

 • 8.-12.febrúar (Opið fyrir hópabókanir – Einnig hægt að setja nafn á biðlista – Info@sotitravel.is)
 • 22.-26.febrúar (Opið fyrir hópabókanir – Einnig hægt að setja nafn á biðlista – Info@sotitravel.is)
 • 19.-23.apríl Opið fyrir almennar bókanir
 • Einnig er hægt að óska eftir sér dagsetningum fyrir hópa – info@sotitravel.is

Verð: (Lágmarksfjöldi í ferðina er 8 manns)

 • 172.000 isk á mann
 • Verð miðast við tvo í herbergi
 • Viltu vera í einstaklingsherbergi?  222.000 isk á mann

Einkaferð: 

 • Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn? Sendu okkur línu á info@sotitravel.is

Hvað á að koma með

 • Skíði (fjallaskíði eða splitboard) og búnað (skinn, brodda, stafi, hjálm, skíðagleraugu)
  • hægt er að leigja úrvals Blizzard Zero G fjallaskíði hjá Sóta Summits.
 • Vind- og vatnsheldur jakki
 • Vind- og vatnsheldar buxur
 • Ullarnærföt
 • Hanskar
 • Vatnsflaska
 • Sólarvörn
 • Litla sjúkratösku

Dagskrá

Dagur 1

16:00 – 18:00: Mæting á Sóta Lodge – Fundur með leiðsögumanni. Farið yfir komandi skíðadaga og búnað þátttakenda

18:00: Yoga – Hugleiðsla og líkamsstaða

19:00: Kvöldmatur

Dagur 2

07:00 – Yoga

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með sér í bakpoka)

10:30: Farið yfir búnað og hann prófaður (ýlaskoðun og stutt ýlaleit, notkun á snjóflóðastöng)

11:00: Haldið til fjalla. Fljótin eru í næsta nágrenni við Sóta Lodge. Þau eru mikill snjóakista og verður markmið dagsins að leika sér í bestu brekkunum.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Farið yfir daginn og næsta dag. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Yoga

19:00: Kvöldmatur

Dagur 3

07:00 – Yoga

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með sér í bakpoka)

11:00: Brekkurnar þræddar. VIð höldum áfram að uppgötva bestu brekkurnar í Fljótum.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Farið yfir daginn og næsta dag. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Yoga

19:00: Kvöldmatur

Dagur 4

07:00 – Yoga

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför frá Sóta (hádegismatur tekinn með sér í bakpoka)

11:00: Lagt upp í brekkurnar. Siglufjörð þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Þar renna mikilfengleg fjöll til sjavar. Markmið dagsins verður að skíða frá fjallstoppi niður til strandar.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Farið yfir daginn og næsta dag. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Yoga

19:00: Kvöldmatur

Dagur 5

07:00 – Yoga

08:00-10:00: Morgunmaturf

10:00: Brottför frá Sóta

11:00: Haldið til fjalla. VIð heimsækjum Siglufjörð að nýju með það að markmiði að skíða yfir í Fljótin úr Skarðsdal.

14:00: Koma á Sóta Lodge

15:00: Brottför

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:

100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef ferðin fellur niður vegna veðurs:

 • Er hægt að fá endurgreitt að fullu
 • Ferð á aðra dagsetningu
 • Ferðaplani breytt til að henta veðri betur