Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt? Viltu eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Viltu stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Norðurlands? Hefur þig dreymt um að róa á spegilsléttum sjó innan um seli og sjófugla. Nú er tækifærið! Komdu norður í Fljótin á kajaknámskeið með Veigu Grétarsdóttur hringfara.
Þetta einstaka námskeið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna. Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, bjarganir og eins hvernig er best að umgangast kajakinn og búnaðinn sem nota þarf í sportið. Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem verður róið á milli staða og út firði ef veður leyfir, þar sem fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni.
Tilvalið fyrir vinkonu- og vinahópa, útivistarhópa og vinnustaði – hvers kyns hópa sem vilja skapa samkennd og samstöðu gegnum sameiginlegar áskoranir og ljúfan félagsskap.
Staðfestingargjald: 15.000 isk / mann (ath. staðfestingargjald er óendurkræft nema námskeið falli niður)
Innifalið í verðinu
- Kajaknámskeið
- Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
- Gisting í 3 nætur
- Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
- Gæðagisting á Sóta Lodge
- Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
Ekki innifalið
- Slysatryggingar
- Áfengir drykkir
Dagsetningar:
- 13.-16.maí
- Fleiri dagsetningar koma síðar.
- Ef sérstök dagsetning er í huga, þá er hægt að senda fyrirspurn á info@sotitravel.is
Verð: (Lágmarksfjöldi í ferðina er 8 manns)
- 110.000 isk á mann (Verð miðast við tvo í herbergi)
- Viltu vera í einstaklingsherbergi? 135.000 isk á mann
Einkaferð:
- Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
Sendu okkur línu á info@sotitravel.is
Fyrir hverja er ferðin?
- Byrjendum á sjókajak og einnig þeim sem eru reyndari en vilja bæta grunntækni á sjókajak.
Hvað á að koma með
- Hlý föt undir kajakgalla
- Vind- og vatnsheldan jakka
- Vind- og vatnsheldar buxur
- Ullarnærföt
- Ullarpeysu/ léttan primaloftjakka
- Hanska
- Vatnsflösku
- Sólarvörn
AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR
Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:
- 100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
- 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
- 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
- Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara
Ef veðurskilyrði kalla á, er boðið upp á eftirfarandi kosti:
- Fulla endurgreiðslu
- Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu
- Dagskrá ferðar aðlöguð aðstæðum