Aðventan í sveitinni
Taktu frá yndishelgi á aðventunni með þeim sem þér þykir vænt um!
Sóti Lodge á aðventunni
Aðventan skipar sérstakan sess í hugum margra. Að loknu hryssingslegu hausti hlökkum við til þess að taka örlítið forskot á jólasæluna, hitta vini og fjölskyldu, borða góðan mat og njóta þess að vera saman. Sóti Summits hefur hannað dásamlega umgjörð um slíkar stundir í sveitasælunni í Fljótum í Skagafirði, þar sem hægt er að taka sér frí frá því amstri sem oft fylgir undirbúningi jóla og einbeita sér að því að rækta okkur sjálf og okkur nánustu.
Á Sóta Lodge gefst gestum kostur á að borða dásamlegan jólamat, skreppa í kynnisferðir eða bara sitja heima og spila, anda að sér bráðnauðsynlegu súrefni í fögru umhverfi og njóta heitrar Barðslaugar og flotstunda.
Flotstundir í Barðslaug
Sóti Summits hefur leitað í smiðju Flothettu og mun bjóða gestum upp á einstakar friðarstundir í Barðslaug, þar sem þátttakendur verða leiddir gegnum slakandi og nærandi upplifun af þjálfuðum leiðbeinanda.
Bókaðu núna og njóttu aðventunnar í sveitinni.
Innifalið í verði
- Gæðagisting á Sóta Lodge
- Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur
- Aðgangur að Barðslaug
- Flotstund með leiðbeinanda
Ekki innifalið
- Slysatryggingar
- Áfengir drykkir
Dagsetningar í boði
Allar helgar frá 5. nóvember til 12. desember
Verð
- 43.900 isk á mann – miðað við tvo í herbergi
- 68.900 isk á mann – miðað við einstaklingsherbergi
Einkaferðir
- Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
Sendu okkur línu á info@sotisummits.is
Fyrir hverja er ferðin?
- Ferðin hentar öllum þeim sem hafa áhuga á góðum mat, góðum félagsskap og nærandi afþreyingu til sálar og líkama.
Hvað á að koma með?
- Sundföt
- Gönguskó
- Göngubuxur (þægilegar buxur til að ganga í, alls ekki gallabuxur)
- Vatnsheldar buxur
- Vatnsheldan jakka
- Þægilegan fatnað til léttrar útivistar
Dagskrá
Föstudagur
Koma á Sóta milli 16 – 18
Flotstund í Barðslaug eða bara njóta í pottinum fram að mat
Þriggja rétta kvöldverður að hætti kokksins kl. 19:30
Laugardagur
Morgunmatur 8-10
Stutt sameiginleg útivist (ákvörðuð eftir veðri og aðstæðum)
Hádegisverður 12:30
Yfir daginn er í boði að föndra eða skrifa jólakort, smá kökur og heitt súkkulaði í boði. Ef hugur stendur til þess að leggja land undir fót er t.d. hægt að njóta útiveru í grennd við Sóta Lodge, heimsækja ostagerð og verslun á Brúnastöðum eða fara í kynnisferð til Siglufjarðar.
Sundlaugin opin og flotstund í boði seinni partinn
Jólakvöldverður kl. 19:30
Sunnudagur
Morgunmatur 8-10
Stutt gönguferð eða bara slökun á hótelinu áður en lagt er af stað heim.