Í faðmi fjalla og fjöru um Verslunarmannahelgi

Í þessari sérhönnuðu ævintýraferð drögum við saman það allra besta sem Tröllaskaginn hefur upp á að bjóða í afþreyingu, upplifun, mat og persónulegum viðurgjörningi á Sóta Lodge, sem tekið hefur verið frá sérstaklega fyrir þátttakendur um Verslunarmannahelgina.

Staðsetning Sóta Lodge er einstök og býður aðgengi að fjölda útivistarsvæða og aþreyingarmöguleika. Náttúrufegurðin sem umlykur Sóta Lodge er engu lík, með hrikalegum fjallatindum Tröllaskaga, jökulsorfnum dölum, frjósömum vötnum og Norðuríshafinu, sem leikur við svartan fjörusandinn.

Einstök samsetning afþreyingar

Ferðin er ætluð þeim sem vilja taka sér hlé frá amstri daglegs lífs og njóta innri og ytri vellíðunar og frelsis í mikilfenglegri náttúru Tröllaskaga til lands og sjávar. Okkar helstu ferðasvæði eru Fljótin og Siglufjörður, en þessir staðir bjóða upp á fjölbreytt landslag og leiksvæði, ásamt stórbrotnu útsýni yfir sjó og fjalllendi.

Í Fljótunum munum við ferðast um á hestbaki, undir leiðsögn mektarhjónanna að Langhúsum. Við göngum Siglufjarðarskarð frá Fljótum til Siglufjarðar með leiðsögumanni sem tryggir bæði skemmtun og fróðleik.

Á Siglufirði ferðumst við um dali og hlíðar fjarðarins á raf-fjallahjólum. Leiðsögumaðurinn mun sýna ykkur falda staði sem að leynast á Siglufirði.

Að lokum munum við setjast á kayaka í höfn Siglufjarðar. Kayakarnir eru svo kallaðir „sit-on-top“ og henta öllum. Við lofum frábæri upplifun og nýju sjónarhorni á gamal síldarbæinn

Til að fullkomna ferðina verður boðið upp á jóga kvölds og morgna.

 

Innifalið

 • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
 • Leiðsögn reyndra leiðsögumanna
 • Gæðagisting á Sóta Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
 • Raf-fjallahjól (ásamt fjallahjólahjálmi)
 • Sit-on-top kayak
 • Hestaferð frá Langhúsum
 • Gönguleiðsögn
 • Skutl í gönguferð

Ekki innifalið

 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir

Dagsetning

 • Verslunarmannahelgin, 30. júlí  – 2. ágúst 2021
 • Fleiri dagsetningar væntanlegar ef aðsókn er næg
 • Hægt að óska eftir sérdagsetningum fyrir hópa – info@sotitravel.is

Verð: (Hámarksfjöldi í ferðina er 6 manns)

 • 315.000 isk á mann  – Verð miðast við tvo í herbergi
 • 400.000 isk á mann  – Verð miðast við einn í herbergi

Einkaferð: 

 • Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
  Sendu okkur línu á info@sotitravel.is

 

Hvað á að koma með

 • Hanska
 • Hjólaskó og gönguskó
 • Vind- og vatnsheldan jakka
 • Vind- og vatnsheldan buxur
 • Ullarnærföt
 • Hanska
 • Vatnsflösku
 • Sólarvörn
 • Litla sjúkratösku
 • Bakpoki (28-38l)

 

 

Dagskrá

Mæting á föstudegi 
14:00  Mæting á Sóta Lodge – Farið yfir dagskrá m/ leiðsögumönnum
15:30  Reiðtúr frá Langhúsum inn í Flókadalinn
18:00  Kvöldjóga – Hatha, áhersla á líkamsstöðu
20:00 Kvöldmatur
Laugardagur
 7:30 Jógaupphitun
 8:30  Morgunmatur
 9:30  Lagt af stað í gönguferð upp að Siglufjarðarskarði, gengið upp póstleiðina og niður gamla Skarðsveginn
13:00 Hádegismatur út í náttúrunni
17:00 Mæting í hús – jóga, flæði & djúpar teygjur
20:00 Kvöldmatur
Sunnudagur
 7:30 Jóga, Vinyasa, flæði til að vekja líkamann
 8:30 Morgunmatur
 9:30 Haldið til Siglufjarðar fyrir hjólatúr og kajak
10:00 „Sit on top“ kajak Siglufirði
13:00 Hádegismatur á Rauðku
14:30 Hjólað á Siglufirði – Ferðast verður um Hólsdal, skógrækt og Hvanneyrarskál
17:00 Haldið aftur til Sóta Lodge
18:00 Jóga, slökun og hugleiðsla
20:00 Kvöldmatur
Mánudagur
 7:30 Jóga, Vinyasa – Flæði til að vekja líkamann
 8:30 Morgunmatur
10:30 Pakkað og gengið frá
12:00 Brottför frá Sóta Lodge

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Þátttakendur greiða 20% óafturkræft staðfestingargjald við bókun ferðar. Eindagi fullnaðargreiðslu er fjórum vikum fyrir upphaf ferðar. Að öðru leyti gilda eftirfarandi skilmálar:

100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef ferðin fellur niður vegna veðurs:

 • Er hægt að fá endurgreitt að fullu
 • Ferð á aðra dagsetningu
 • Verður ferðaplani breytt til að henta veðri betur