Sóti Summits, Avalanche Science og VT Adventures hafa tekið höndum saman til að geta boðið uppá þetta einstaka námskeið á norðurlandi. Sóti Summits hefur markað sér þá stefnu að bjóða upp á spennandi ferðir í Fljótin og á Tröllaskaga, en einnig að auka öryggi þeirra sem að stunda útivist í fjalllendi Íslands. Þegar kemur að ferðamennsku í fjalllendi að vetri til, hefur okkur fundist vera skortur á snjóflóðakennslu fyrir almenning, þetta er okkar svar við því.

Við tryggjum faglegt námskeið og því er takmarkað pláss á námskeiðið (8 manns á hvert námskeið)

Réttindi sem hver og einn öðlast á námskeiðinu er gilt snjóflóðanámskeið hvar sem er í heiminum. Því er þessi menntun tilvalinn fyrir alla þá sem ferðast í fjöllum að vetri til.

Þáttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi til að geta verið á fjallaskíðum í 3 daga, 800-1200 metra hækkun á hverjum degi.

Námskeiðið er sett þannig upp að þáttakendur taka kennslu á netinu sem að endar með prófi, sem þarf að klára áður en mætt er á verklega hlutan. Verklegi hlutinn samanstendur af þremur dögum á Sóta Lodge.

Þar mun kennarinn Santiago (Chago) Rodriguez taka við ykkur. Hann hefur verið að leiðbeinandi síðan 1996 og er vottaður kennari frá American Avalanche Association, AAA pro 1 og Pro 2 Instructor, AIARE Instructor og námskeiðs stjórnandi, Avalanche Instructor Trainer for the National Ski Patrol o.m.f.

 

Fyrir námskeið: 

Zoom kennslustund – Dagsetning ákveðinn þegar ferðinn er bókuð.

Dagskrá: 

 • 1 dagur – Zoom classroom session
 • 3 dagar – Verklegt námskeið – Fjallaskíði og verklegt nám

Dagsetningar: 

2.apríl – 4.apríl 2021 

Byrjar að kvöldi 1.apríl. Endar eftirmiðdag 4.apríl.

 

 

Verð:

 • Per mann í tveggja manna herbergi – 185.000,- ISK (1.100 euro – Verð miðast við gengi hverju sinni)
 • Per mann í einns manna herbergi – 215.000,- ISK (1.300 euro – Verð miðast við gengi hverju sinni)

 

Innifalið: 

 • Þrjár nætur á Sóta Lodge
 • 3x morgunverður – 3x hádegismatur – 3x þriggjarétta kvöldverður
 • Fagmenntaður kennari (AIARE (American Institute for Avalanche Research and Education) instructor)
 • Aðstoðar kennari fyrir hópinn
 • Avalanche Level 1 & Rescue Certification frá AAA (American Avalanche Association)

Hvað þarf að koma með:

 • Heilögu þrenninguna (Ýlir – Skófla – Stöng)
 • Bakpoki (með snjóflóðavarnarbúnaði, ekki skilyrði. Minnsta kosti 32l)
 • Fjallaskíði eða fjalla-snjóbretti (splitboard)
 • Almennan útivistarbúnað sem hentar ferðum í fjalllendi
 • Almennan búnað sem að tengist fjallaskíðum (skinn, stafi, hjálm, gleraugu)

Hvað verður farið yfir REC1+:

 • Betri skilningur á notkun snjóflóð ýla og dýpri skilningur á tækni sem notuð er við leit.
 • Örugg ferðamennska: Samskiptaþættir, hegðun og mannlegi þátturinn
 • Lærðu að þekkja snjóflóðasvæði og hvaða þátt halli (gráður) í brekkum hafa. Lærðu að sirka halla.
 • Kynning á „Avalanche Release Conceptual model“, kerfisbundnar aðferðir við mat á hættum og framkvæmd á öruggri ferðaáætlun
 • Betri skilningur á vísindum bakvið snjókristalla, myndbreytingu snjós og hvernig snjófletir brotna
 • Skilningur á áhrifum veðurs á snjóhleðslu; uppsöfnun raka, áhrifum vinds og þröskuldum hita á snjóflóð
 • Hnitmiðaðar kannanir á snjóflóðahættu dagsins
 • Mat á veikum lögum í snjó með gerð snjógryfju, hvernig mismunandi snjór getur skapað mismunandi stöðugleika

Hvað verður farið yfir tengt björgun: 

 • Hvernig á að framkvæma ýlaskoðun í byrjun ferðar
 • Skilningur á gildi góðs ýlis og hvernig hann virkar
 • Framkvæmd á ýlaleit og smáatriði sem því tengjast
 • Framkvæmd á hnitmiðaðri leit með snjóflóðastöng
 • Vertu öruggur samferðarmaður og björgunaraðili
 • Þátttaka í leit á einstaklingum í snjóflóði með leitarliði
 • Öruggur björgunaraðili þegar tveir eru grafnir í snjó
 • Framkvæma eða fara yfir þau skref sem eru nauðsynleg til aðleita að tveimur aðilum í snjóflóði, undir 7 mínutum í 50×50 metra svæði
 • Samskipti við leit
 • Neyðaráætlanir vegna leitar
 • Meiðsli sem aðili í snjóflóði getur orðið fyrir og hvernig á að bregðast við þeim

Bókanir berist á info@sotitravel.is