Óvenjulegur vetur á Tröllaskaga

Síðast liðinn skíðavetur var einn sá óvenjulegasti á Tröllaskaga — með minni snjókomu en nokkurt ár síðan 1963, samkvæmt frásögnum elstu manna. Skíðaveturinn einkenndist af ófyrirsjáanlegum snjóalögum, breytilegu veðri og stöðugri þörf fyrir aðlögun.

Gönguskíðafólk átti sérstaklega erfitt uppdráttar. Mótum var frestað, æfingar á snjó voru strjálar og okkur tókst einungis að halda eitt af okkar vinsælu gönguskíðanámskeiðum. Það urðu einnig afföll í fjallaskíðaferðum, en þrátt fyrir þessar áskoranir áttum við frábæra skíðavertíð með ógleymanlegum upplifunum og brosandi gestum.

Við horfum með bjartsýni til næsta vetrar, enda búum við svo vel að starfa með frábæru leiðsögufólki og kennurum. Ekki einungis tryggja þau gestum dásamlega upplifun, heldur búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á aðstæðum og landslagi hér nyrst á Tröllaskaga.

Reynsla sem ekkert app getur veitt

Hjá Sóta Summits höfum við alltaf lagt áherslu á mikilvægi staðarkunnáttu og reynslu — og þessi skíðavetur sýndi ljóslega hversu ómetanlegir þeir eiginleikar eru. Leiðsögufólkið okkar  og kennarar eru öll íslensk og flest með beinar tengingar á Tröllaskaga. Öll hafa þau djúpa reynslu og þekkingu á fjalla- og skíðamennsku eftir margra ára reynslu. Þau brugðust ekki aðeins við aðstæðum — þau náðu að blómstra innan þeirra.

Fjallaskíðin komu sterk inn

Eftir takmarkaða gönguskíðavertíð fór fjallaskíðafólkið okkar af stað með það verkefni að tryggja jákvæða upplifun fyrir fjallaskíðahópana okkar, fylgjast með snjóalögum og átta sig á því hvar snjórinn héldist bestur. Þessi reynsla varð svo einn lykillinn að árangri þegar kom að þyrluskíðaferðunum. Raunupplýsingar og dýrmæt innsýn gerðu okkur kleift að taka upplýstar og öruggar ákvarðanir.

Góðar ákvarðanir leggja grunninn að dásamlegum skíðadegi

Þegar skilyrði eru erfið skiptir allt máli: hvert á að halda? Hvaða svæðum er skynsamlegt að sleppa? Hvar helst snjórinn nógu kaldur? Hvaða gil hefur tekið við of miklum vindi? Þetta eru ekki spurningar sem veðurspá svarar endanlega.Taka þarf ákvarðanir á grunni reynslu, innsæis og náinnar þekkingar á landslaginu.

Öruggar línur, breið bros og alvöru ævintýri

Þökk sé þessari þekkingu leiðsögumanna gátu gestir okkar skíðað vel og af öryggi í öllum ferðum okkar. Þeir fóru heim með meira en bara góðar skíðaminningar — í farteskinu voru líka alvöru sögur af einstökum upplifunum, hlátri og gleði og síst þeirri góðu tilfinningu að hafa verið hluti af sannri ævintýraferð.

Fram undan: Skíðaveturinn 2026

Næsta skíðavetur bjóðum við sem fyrr upp á gönguskíðanámskeið, fjallaskíðaferðir og þyrluskíðaferðir.  Við höfum opnað fyrir bókanir 2026 og hvetjum ykkur til að hafa samband — við hlökkum svo sannarlega til að bjóða ykkur velkomin aftur í töfraheim Tröllaskaga.