Hjólaðu að eldgosinu með Sóta Summits!

Eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi hefur fangað athygli landsmanna með einstökum hætti.  Fjöldi fólks hefur lagt leið sína gangandi til að upplifa það undur að sjá nýja jörð verða til – sumir oftar en einu sinni. Enda ekkert undarlegt: gosstöðvarnar bjóða upp á nýtt sjónarspil hverju sinni og umbreytingin á umhverfinu er sýnileg dag frá degi.

Nú býður Sóti Summits hjólafólki að heimsækja gosstöðvarnar á Reykjanesi á hágæða raffjallahjólum. Hjólin eru fulldempuð og af gerðinni Moustache Samedi 27 Race 9 Carbon 2020.

Hér gefst fágætt tækifæri til að njóta útivistar með nýstárlegum hætti á hágæðahjólum og sjá eldgosið frá nýju sjónarhorni undir leiðsögn reyndra hjólamanna.

Engar bílaraðir – engin bílastæðavandamál, nú er bara að hjóla og njóta!

Athugið að leiðarval tekur mið af aðstæðum hverju sinni og getur breyst án fyrirvara.

Lágmarksfjöldi í ferð: 2 þátttakendur

Hámarksfjöldi í ferð: 8 þátttakendur

Innifalið

 • Raffjallahjól
 • Fjallahjólahjálmur
 • Leiðsögn
 • Skutl milli N1 Hafnarfirði og hjólaleiðar

Hvað á að koma með? 

 • Vind/ regnheldan jakka og buxur
 • Hanska
 • Léttan bakpoka
 • Létt nesti
 • Hlýja peysu eða úlpu fyrir stopp
 • Öklaháa gönguskór

Fyrir hverja er ferðin? 
Ferðin hentar fólki sem hafa einhverja reynslu af fjallahjólamennsku.

Leiðarlýsing:

Þátttakendur hittast við N1 í Hafnarfirði, þaðan sem lagt er af stað í bíl og ekið að upphafi hjólaleiðar, þar sem ævintýrið hefst. Fylgt er slóð sem leiðir okkur í gegnum náttúru Reykjaness og að eldstöðinni, þar sem staldrað verður við og gosið skoðað í um klukkustund.  Slóðin er grýtt og hrjóstrug. Hún er því nokkuð seinfarin, en tiltölulega slétt, utan hækkunar í lok leiðar. Hjólafólk leggur frá sér hjólin við enda leiðar og gengur stuttan spöl að útsýnisstað við eldstöðina sjálfa. Kostur gefst á að virða fyrir sér náttúruundrið í um klukkustund, áður en safnast er saman við hjólin aftur og sama leið hjóluð tilbaka að bílnum.

 • Heildarvegalengd: 9-15 km (fer eftir leiðarvali)
 • Tími á hjóli (báðar leiðir): 2-2.5 klst
 • Tími við gosið: 1 klst
 • Heildartími ferðar: 4-5 klst

Dagsetningar:

 • Páskadagsetningar:
  • Föstudagurinn 2.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Hafnarfirði) – Uppselt
  • Sunnudagurinn 4.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Hafnarfirði) – Uppselt
 • Föstudagurinn 9.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Lækjargötu Hafnarfirði) – Uppselt
 • Sunnudagurinn 11.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Lækjargötu Hafnarfirði) – Uppselt

 

 • Föstudagurinn 16.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Lækjargötu Hafnarfirði)
 • Sunnudagurinn 18.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Lækjargötu Hafnarfirði)

 

 • Föstudagurinn 23.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Lækjargötu Hafnarfirði)
 • Sunnudagurinn 25.apríl (Mæting kl: 10:00 á N1 Lækjargötu Hafnarfirði)

Verð: 

 • 17.500 isk á mann

 

Ertu með fyrirspurn eða vilt bóka sér dagsetningu / ferð fyrir hópinn þinn? 
Sendu okkur fyrirspurn á info@sotitravel.is

 

Sóttvarnarráðstafanir

 • Starfsfólk með grímu í bílnum
 • Gestir með grímu í bílnum
 • Bíll sótthreinsaður í lok ferðar
 • Hjól sótthreinsuð í lok ferðar