Tröllaskaginn hefur löngum verið þekktur sem mikilfenglegt útivistarsvæði. Á sumrin er hægt að ganga, hlaupa eða hjóla um hina ótal slóða sem að skera fjöllin og á veturna þeysist fólk á skíðum niður snæviþaktar brekkur milli fjallatoppa og fjöru.

Þátttakendum í þessari ferð gefast tækifæri til að skokka og hjóla í fjalllendi Tröllaskagans, í leit að hinum fullkomna útsýnisstað. Í upphafi dags og við ferðalok er boðið upp á jóga til að samstilla líkama og sál. Á kvöldin sjá gestgjafar á Sóta Lodge um að þú getir slappað af, notið góðs matar og dásamlegrar kyrrðarinnar sem Fljótin bjóða upp á. Ekki má gleyma að aðeins nokkrum skrefum frá Sóta Lodge er sundlaugin að Sólgörðum þar sem hægt er að slaka á eftir átök dagsins.

Dagarnir eru þrútnir af ævintýrum og vel völdum slóðum sem að munu leiða okkur þvers og kruss um Tröllaskagann.

Fyrsta daginn förum við Dalaleiðina á hlaupum. Við höldum upp Mánadalinn sem leiðir okkur yfir í Hvanneyrarskál, þaðan sem er stórfenglegt útsýni yfir Siglufjörð. Seinnipartinn förum við á hjólum upp Skarðsdalinn og niður Póstleiðina, fullkomið einstígi fyrir fjallahjólara.

Næsta dag höldum við inn á Ólafsfjörð, nánar tiltekið í Skeggjabrekkudal. Þaðan eltum við Botnaleið yfir til Siglufjarðar. Sú leið fer fyrir enda Héðinsfjarðar, sannarlega einstök leið sem áður var notuð sem samgönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Síðasta daginn liggur leið okkar á Dalvík þar sem Böggvisstaðardalur bíður okkar. Þar er frábær fjallahjólaleið, svo kölluð “flow trail”. Við hjólum inn dalinn og fer það eftir getu hópsins hversu langt við förum inn dalinn. Við fáum okkur hádegismat á Gísla, Eiríki og Helga og eftir það fer hópurinn saman í Hauganes til að njóta náttúrupotta í fjörunni. Fullkominn endir á þessu frábæra ævintýri.

Fararstjórarnir eru reynsluboltar sem munu leiða hópinn af fagmennsku og öryggi. Þau stilla leiðir og vegalengdir eftir getu hópsins og veðri hverju sinni.

Markmið ferðarinnar er að komast í burt frá amstri daglegs lífs og njóta ótrúlegar náttúru og útsýnis.

Innifalið:

 • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
 • Leiðsögn faglærðra fjallaleiðsögumanna
 • Gæðagisting á Sóta Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)

Ekki innifalið

 • Fjallahjól – Hægt að leigja hjá Sóta Summits
 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir
 • Skutl á milli staða

Dagsetningar:

 • 5.-8. ágúst
 • Fleiri dagsetningar væntanlegar ef aðsókn er næg
 • Hægt að óska eftir sér dagsetningum fyrir hópa – info@sotitravel.is

Verð: (lágmarksfjöldi í ferðina er 8 manns)

 •  120.000 isk á mann – Verð miðast við tvo í herbergi
 • 155.000 isk á mann – Verð á einkaherbergi

Einkaferð: 

 • Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
  Sendu okkur línu á info@sotitravel.is

Hvað á að koma með

 • Fjallahjól – Fulldempað
 • Hjálm (Full face) og bakbrynju
 • Hanska
 • Viðgerðarsett f. hjól – Keðju og aukaslöngu í dekk
 • Hjólaskó eða gönguskó
 • Hlaupaskó
 • Vind- og vatnsheldan jakka
 • Vind- og vatnsheldan buxur
 • Ullarnærföt
 • Hanska
 • Vatnsflösku
 • Sólarvörn
 • Litla sjúkratösku

Dagskrá

Mæting á fimmtudegi

16:00  – Farið yfir dagskrá m/ leiðsögumönnum

18:00  – Kvöld yoga – Hatha, áhersla á líkamsstöðu

20:00 – Kvöldmatur

Föstudagur

7:30 – Yoga, upphitun

8:30 – Morgunmatur

9:00 – 10:00 – Farið yfir hlaup og hvað skal hafa í huga yfir daginn

10:00 – Fjallahlaup – Dalaleið

13:00 – Hádegismatur

14:00 – Fjallahjól – Siglufjarðarskarð

18:00 – Mæting í hús – Yoga, Flæði & djúpar teygjur

20:00 – Kvöldmatur

Laugardagur

7:30 – Yoga, Vinyasa, flæði til að vekja líkamann

8:30 – Morgunmatur

9:00 – 10:00 – Farið yfir hlaup og hvað skal hafa í huga yfir daginn

10:00 – Hlaupið Botnaleið – Frá Ólafsfirði til Siglufjarðar

13:00 – Hádegismatur

15:00-17:00 – Koma á Sóta Lodge

18:00 – Yoga, slökun og hugleiðsla

20:00 – Kvöldmatur

Sunnudagur

7:30 – Yoga, Vinyasa – Flæði til að vekja líkamann

8:30 – Morgunmatur

9:00 – Pakkað og gengið frá

9:30 – Lagt afstað til Dalvíkur

10:30 – Hjólað Böggvisstaðardal á Dalvík

14:00 – Kaffi og matur á Dalvík – Gísla, Eirík og Helga

15:00 – Farið í heita pottinn á Hauganesi

16:00 – Heimför

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:

 • 100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
 • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
 • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
 • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef veðurskilyrði kalla á, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

 • Fulla endurgreiðslu
 • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu
 • Dagskrá ferðar aðlöguð aðstæðum