Ný leið til að kynnast Siglufirði

Skemmtilega hjólaferð á nýjum raf-fjallahjólum um Siglufjörð, stutt ferð sem hentar flestum. Hjólin hjálpa til með þær brekkur sem við finnum og er þetta því tilvalin fjölskylduferð um fjörðin og er skipulögð svo hún henti bæði byrjendum og lengra komnum.

Við hefjum ferðina frá “skúrnum” okkar í bláa húsinu á móti Hótel Sigló við Snorragötu, förum stutt yfir ferðina og hjólin og leggjum svo í hann útúr bænum. Margar leiðir eru í boði og velur leiðsögumaður þá leið sem best er fyrir hvern hóp eftir veðri og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu er hægt að spyrja um erfiðari leiðir og munum við finna leiðina sem hentar best.

Tímasetningar:

Alla daga kl 14 og eftir óskum

Innifalið í verði:

– Hágæða raffjallahjól

– Fjallaleiðsögumaður

– Fjallahjólahjálmur

Hvað á að koma með

– Léttur bakpoki

– Gönguskór / Góðir íþróttaskór

– Þunnir hanskar

– Gott að taka með vatnsflösku