Upplifum Fljótin á hestbaki

Sóti Summits og Langhús hafa sett saman frábæra hvítasunnuferð fyrir þá sem vilja upplifa íslenska hestinn í sínu náttúrulega umhverfi, á heimahögum í Fljótum.

Í þessari dagskrá einblínum við á Fljótin og Flókadal og þá einstöku náttúrufegurð sem þar er að geyma. Þetta er ógleymanleg ferð sem hentar fullorðnum sem og þeim yngri og gefur einstakt tækifæri til að tengjast þeim ferðamáta sem að tíðkaðist hér á árum áður, eftir samgönguleiðum mótuðum af fararskjótanum sjálfum.

Tengdu þig við þarfasta þjóninn

Fyrr á tíðum var íslenski hesturinn kallaður „þarfasti þjóninn“. Það má segja að hesturinn hafi fylgt manninum frá vöggu til grafar: hann sótti ljósmóðurina við upphaf ævinnar og dró kistuna til kirkju þegar yfir lauk.

Með tímanum hefur hlutverk íslenska hestsins breyst úr því að vera burðardýr og ómissandi atvinnu- og samgöngutæki í að vera börnum og fullorðnum til skemmtunar og afþreyingar. Þó gegnir hann enn mikilvægu hlutverki í göngum og leitum á haustin.

Hjónin í Langhúsum

Saga hestsins er er samtvinnuð sögu Skagafjarðar og þar hefur hestamennska og hrossarækt löngum verið lykilþáttur í mannlífi, samfélagssögu og búskap. Einn þeirra bæja sem skipa íslenska hestinum til öndvegis eru Langhús í Fljótum. Þar stunda hjonin Arnþrúður og Þorlákur hrossarækt af natni og bjóða hestaferðir og styttri reiðtúra.

 

Innifalið í verði

 • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (morgunverðarhlaðborð, hádegisnestispakki og þriggja rétta kvöldverðir)
 • Leiðsögn faglærðs hestaleiðsögumanns
 • Gæðagisting á Sota Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
 • Reiðtygi (hnakkur, hjálmur)

Ekki innifalið

 • Skutl milli staða
 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir

Dagsetningar

 • Á Hvítasunnu: 21.-23. maí
 • Fleiri dagsetningar væntanlegar ef ásókn er næg
 • Einnig er hægt að óska eftir sérdagsetningum fyrir hópa – info@sotitravel.is

 

Verð: (lágmarksfjöldi í ferðina er 6 manns)

 • 118.000 isk á mannVerð miðast við tvo í herbergi
 • Viltu vera í einstaklingsherbergi?   140.000 isk á mann

Einkaferð: 

 • Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
  Sendu okkur línu á info@sotitravel.is

Hvað á að koma með

 • Reiðbuxur (eða þægilegar buxur til að nota í reiðtúrum)
 • Vatnsheldan jakki
 • Vatnsheldar buxur
 • Hanska
 • Reiðskó (þægilegir skór í reiðtúra, gjarnan léttir gönguskór)
 • Ullarnærföt
 • Ullarsokka
 • Þunna húfu eða buff
 • Myndavél

 

 

 

 

Dagskrá

Föstudagur

14:00 – Mæting á Sóta Lodge

15:00 – Hitta Lukku í Langhúsum. Farið yfir hvernig skal vera góður knapi og hvernig reiðtúrum er háttað.
Kynning á hestum knapa og stuttur reiðtúr í kringum Langhús.

17:00 – Koma á Sóta Lodge. Sundlaugin að Sólgörðum opin fyrir gesti.

19:00 – Kvöldmatur á Sóta Lodge

Laugardagur

8:00 – Morgunmatur

10:00 – Mæting í Langhús, knapar græja hestana sína.

10:30 – Farið af stað í reiðtúr. Reiðtúrum verður stillt upp eftir stærð og getu hópsins

13:00 – Hádegismatur í náttúru Tröllaskagans. (Fer eftir veðri, annars verður hádegismatur borðaður á Sóta Lodge)

17:00 – Koma á Sóta Lodge. Sundlaugin að Sólgörðum opin fyrir gesti.

19:00 – Kvöldmatur á Sóta Lodge

Sunnudagur

8:00 – Morgunmatur

10:00 – Mæting í Langhús, knapar græja hestana sína.

10:30 – Farið af stað í reiðtúr. Reiðtúrum verður stillt upp eftir stærð og getu hópsins

14:00 – Hádegisnesti

15:30 – Komið á Sóta Lodge – brottför

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

 • 100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
 • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
 • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
 • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef veðurskilyrði kalla á, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

 • Full endurgreiðsla
 • Tilfærsla ferðar á aðra dagsetningu
 • Dagskrá ferðar aðlöguð aðstæðum