Velkomin á Siglufjörð!

Í annað sinn er blásið til fjárfestahátíðar a Siglufirði. Dagana 29. & 30. mars stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fyrir stefnumóti fjárfesta á Norðurlandi þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og spennandi fjárfestingatækifærum á landsbyggðunum. Að þessu sinni hefur landshlutasamtökum um allt land verið boðin þátttaka og því verða kynnt frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni af landinu öllu.

Miðaverð á Fjárfestahátíð: 39.900 kr.

*Innifalið í miðaverði er hádegisverður á Hótel Sigló, léttar veitingar á ráðstefnu ásamt bjór og fingramat á Segli.

Sóti Summits mun nú sem fyrr bjóða gestum Norðanáttar afþreyingu og útvistartækifæri sem hreinsa og opna hugann. Jafnframt hefur Sóti Summits milligöngu um hótelbókanir á Sigló hótel. Sé gisting valin bjóðast uppfærslur á gistingu ásamt vali á afþreyingu.

Tryggið ykkur miða, gistingu og afþreyingu á Norðanátt hér!

Ertu með miða en vantar gistingu og afþreyingu? Sendu okkur línu með þínum óskum á info@sotisummits.is og við bókum fyrir þig.

 

Dagskrá Fjárfestahátíðar 2023:

29. mars kl. 10:00

Rúta fer frá Akureyri til Sigló eftir fyrsta flug og tilbaka að morgni fimmtudags

9:30   HÚSIÐ OPNAR (RAUÐA HÚSIÐ)
10:00 HÁTÍÐ HEFST
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra fer með ávarp og opnar hátíðina

SPJALLIÐ Í SKÍÐASTÓLNUM
Ráðstefnustjóri – Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri

 • NÝSKÖPUN Á NORÐURLANDI
  Linda Fanney Valgeirsdóttir, ALOR
  Árni Örvarsson, Icelandic Eider
  Kolbeinn Óttarsson Proppé, Grænafl
  Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttir, Mýsköpun
 • TÆKIFÆRI OG NÝTING AUÐLINDA TIL NÝSKÖPUNAR
  Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
  Kjartan Ólafsson, Transition Labs
  Sesselja Barðdal, EIMUR

11:30  Ferskur fiskur á Sigló hótel

13:30  ÞEIR FISKA SEM RÓA –  FJÁRFESTAKYNNINGAR (Bátahús)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fer með ávarp

FRUMKVÖÐLAR KYNNA SPROTAFYRIRTÆKIN SÍN :
YGGDRASILL, GEFN, GREENBYTES, ICEWIND, E1, MELTA, FROSTÞURRKUN, VÍNLAND, BIOPOL, SKÓGARPLÖNTUR, BAMBAHÚS, KAJA ORGANIC, HAUKAMÝRI, GULL ÚR GRASI, GEOSILICA

15:00 STEFNUMÓT FJÁRFESTA OG FRUMKVÖÐLA (GRÁNA)
16:00 AFÞREYING Á SIGLÓ MEÐ SÓTA SUMMITS (sjá úrval afþreyingar hér neðar)
20:00 APRÉS SKI Á SEGLI 67 – kolefnisléttar veitingar í föstu og fljótandi formi

30. mars – Lengdu ferðina og njóttu dagsins á Sigló

8:00 Teygðu úr þér – Morgunjóga með Sóta Summits
10:00 Fjallaskíðaferð – dagsferð

 

Afþreying:

Eftir hádegi 29. mars, frá kl. 16-19, er boðið upp á margskonar afþreyingu við allra hæfi. Markmiðið er að komast aðeins út og koma blóðinu á hreyfingu, um leið og kynningar dagsins eru meltar. Hægt er að bóka gönguskíðakennslu undir Hólsfjalli, snjóþrúgugöngu í Skógrækt Siglufjarðar, menningar- og sögurölt um Siglufjarðarbæ eða skíðaferð í Skarðsdal.

Þann 30. mars er svo tilvalið að hefja daginn á hressandi morgunjóga, eða nýta ferðina á Tröllaskaga og taka þátt í dagsferð á fjallaskíðum um fjalllendið nyrst á Tröllaskaga. Lágmarksfjöldi þátttakenda í báðum viðburðum er 6.

Við hvetjum gesti Norðanáttar að bóka sem fyrst og nýta sér þetta einstaka tækifæri til útivistar og uppljómunar!

Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og ásamt stuðningsfyrirtækinu RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins sem hraðar framþróun og nýsköpun.