Velkomin á Siglufjörð!
Í annað sinn er blásið til fjárfestahátíðar a Siglufirði. Dagana 29. & 30. mars stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fyrir stefnumóti fjárfesta á Norðurlandi þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og spennandi fjárfestingatækifærum á landsbyggðunum. Að þessu sinni hefur landshlutasamtökum um allt land verið boðin þátttaka og því verða kynnt frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni af landinu öllu.
Miðaverð á Fjárfesthátíð fyrir 18.janúar 2023: 29.900 kr. („Early bird“ verð)
Miðaverð á Fjárfestahátíð eftir 18.janúar 2023: 39.900 kr.
*Innifalið í miðaverði er hádegisverður á Hótel Sigló, léttar veitingar á ráðstefnu ásamt bjór og fingramat á Segli.
Dagskrá Fjárfestahátíðar 2023:
29. mars kl. 10:00
Kl. 10:00: Stóra spjallið – Nennum nýsköpun á landsbyggðinni (Rauðka):
Reynslusögur, tækifæri & auðlindastraumar á landsbyggðunum
Kl.11:30 -13:30: Hádegismatur (Sigló Hótel)
Kl. 13:30 – 15:00: Skíðastökkið (Bátahúsið)
Sprotafyrirtæki og vaxtafyrirtæki halda fjárfestakynningar
Kl.15:00-16:00: Stefnumót frumkvöðla og fjárfesta (Bátahúsið)
Kl.16:00-19:00: Afþreying með Sóta Summits
Sjá úrval afþreyingar hér neðar
kl 20:00: Skíðalyftuspjallið og Aprés Ski (Segull 67)
Dagskrá lokið
30. mars- Lengdu ferðina og njóttu dagsins á Sigló
Kl. 8:00: Teygðu úr þér – Morgunjóga með Sóta Summits
Kl 10:00: Fjallaskíðaferð – dagsferð
Sóti Summits mun nú sem fyrr bjóða gestum Norðanáttar afþreyingu og útvistartækifæri sem hreinsa og opna hugann. Jafnframt hefur Sóti Summits milligöngu um hótelbókanir á Sigló hótel. Á bókunarsíðunni er hægt að kaupa miða, bóka gistingu og afþreyingu. Sé gisting valin bjóðast uppfærslur á gistingu ásamt vali á afþreyingu.
Gisting á Sigló Hótel:
Við vekjum athygli á að við bjóðum sérstakt verð á gistingu til 18. janúar, þannig að um er að gera að hafa hraðar hendur við að bóka.
Afþreying:
Eftir hádegi 29. mars, frá kl. 16-19, er boðið upp á margskonar afþreyingu við allra hæfi. Markmiðið er að komast aðeins út og koma blóðinu á hreyfingu, um leið og kynningar dagsins eru meltar. Hægt er að bóka gönguskíðakennslu undir Hólsfjalli, snjóþrúgugöngu í Skógrækt Siglufjarðar, menningar- og sögurölt um Siglufjarðarbæ eða skíðaferð í Skarðsdal.
Þann 30. mars er svo tilvalið að hefja daginn á hressandi morgunjóga, eða nýta ferðina á Tröllaskaga og taka þátt í dagsferð á fjallaskíðum um fjalllendið nyrst á Tröllaskaga. Lágmarksfjöldi þátttakenda í báðum viðburðum er 6.
Bókið gistingu og afþreyingu á Norðanátt hér!
Einhverjar spurningar? Sendið okkur tölvupóst á info@sotisummits.is!
Við hvetjum gesti Norðanáttar að bóka sem fyrst og nýta sér þetta einstaka tækifæri til útivistar og uppljómunar!
Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og ásamt stuðningsfyrirtækinu RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins sem hraðar framþróun og nýsköpun.