Í lok mars 2022 verður haldið Stefnumót fjárfesta á Norðurlandi þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestatækifærum á svæðinu. Að verkefninu Norðanátt koma Eimur, SSNVSSNENýsköpun í norðri og RATA.

Hér fyrir neðan er listi af því sem hægt er að bóka hjá okkur og getur hver valið eina afþreyingu af listanum til að njóta þennan dag. Hér til hægri þarf svo bara að velja einn eða tvo og dagsetninguna til að geta haldið áfram og valið kostina. Ef þið eruð fleiri er hægt að fara aftur í gegnum ferlið áður en greitt er og bóka þannig fyrir fleiri á sama reikning.

Þegar það hefur verið staðfest höfum við svo samband við ykkur með smáatriðin.

 

Í pakkanum er eftirfarandi innifalið:

  • Flug norður á Akureyri frá RVK ásamt sæti í rútu á Siglufjörð og tilbaka  á föstudegi (einnig hægt að bóka bílaleigubíl ef menn vilja keyra sjálfir)
  • Ein afþreying

Innifalið er ein afþreying, vinsamlega veljið eitt af eftirfarandi í næsta skrefi þegar bókað er:

  • Skíðað í Skarðsdal – skíði, skór og stafir innifalið
  • Fjallaskíði – Farið upp með lyftum úr Skarðsdal og gengið þaðan og skíðað niður utan brauta. Skíði innifalinn en þarf að koma með skó
  • Yoga – fín afslöppun og teygjur
  • Gönguferð – notumst við snjóþrúgur ef aðstæður kalla á það
  • Gönguskíðakennsla – stutt kennsla á gönguskíði í Skarðsdal – skíði, skór og stafir innifalið

Verðið er 49900 á mann fyrir flug, rútu og eina afþreyingu.

Einnig er hægt að bóka herbergi á Hótel Sigló fyrir nóttina og er það valið í næsta skrefi og þá valið hvort að þið viljið eins eða tveggja manna herbergi.

Stefnt er að því að þessi dagur verði frábær og búið er að panta gott veður sérstaklega svo við getum notið umhverfisins eftir flottan dag af kynningar dagsins.