Hjá Summit Heliskiing eru nokkur pláss laus í þyrluskíðaferðir vorið 2022.
Af því tilefni er öllum boðið að koma og njóta frábærrar upplifunar á alveg sérstökum afsláttarkjörum. Við höfum sett saman þrenns konar þyrluskíðaferðir, svo sem flestir finni upplifun sem heillar:
- Upp á tind og út um brekkur: ein ferð að morgni upp á tind með leiðsögumanni og svo gengið upp á 1-2 tinda í viðbót yfir daginn, 37.900 kr/mann
- Ljúfur dagur í góðum gir: þrjár til fjórar þyrluferðir með leiðsögumanni yfir daginn í rólegheitum, 69.900kr/mann
- Pakkaður dagur í hæstu hæðum: 7-8 þyrluferðir yfir daginn á fullri ferð með leiðsögumanni, 120.000 kr/ á mann
Þessar ferðir verða í boði á dögunum 23. apríl til 1. maí 2022.
Harðsnúið teymi okkar færustu fjallaleiðsögumanna bíður óþreyjufullt eftir því að eyða tíma með gestum. Við erum stolt af því að vera í samstarfi við marga reynslumestu fjallamenn Íslands, þ.á.m. eru:
Leifur Örn Svavarsson, yfirleiðsögumaður Summit Heliskiing, sem hefur yfir 35 ára reynslu sem fjallaleiðsögumaður. Hann var meðal frumkvöðla í að opna dýrð Tröllaskaga fyrir skíðafólki og hefur m.a. leiðsagt fólki upp á hæstu tinda heims, yfir Grænlandsjökul og á heimskautasvæðum. Hann var lykilmaður í að þróa þjálfunaráætlanir fyrir fjallaleiðsögumenn og er fyrrum framkvæmdastjóri Snjóflóðaseturs Íslands.
Ólafur Þór Júlíusson, skíðaleiðsögumaður og hokin af reynslu. Hann hefur leiðsagt hópum á Íslandi og Grænlandi um áratuga skeið.
Jón Gauti Jónsson, einn þekktasti fjallaleiðsögumaður landsins. Hann hefur skrifað bækur, haldið námskeið um fjallamennsku fyrir almenning og kennst verðandi leiðsögumönnum í áratugi.
Það verður engin svikinn af því að fara út að leika með þessum köppum.
Hafið samband!
Sendið okkur línu á powder@summitheliskiing.is til að bóka ykkar sæti í þyrlu Norðurflugs – og hafið í huga að það er mjög takmarkað framboð.
Hlökkum til að hitta ykkur á skíðum í apríl!