Ferð hefst að Hvanneyrarbraut 40 á Siglufirði

Ferðin er sérstaklega skipulögð þannig að hún henti byrjendum jafnt sem lengra komnum. Við byrjum ferðina með stuttri kynningu á raffjallahjólum áður en lagt er af stað. Við hjólum síðan gegnum Siglufjarðarbæ og inn að Hólsdal, þar sem við beygjum af malbiki og fylgjum gömlum slóða við rætur Hólshyrnunar. Slóðinn bíður upp á allt sem góð hjólaleið þarf: drullu, gras, mosa og auðvitað litla á sem þarf að þvera. Á þessum tímapunkti ættu flestir að vera orðnir vanir hjólunum og við hjólum eftir gamla veginum upp í Hvanneyrarskál. Þar er gott að setjast niður og njóta útsýnisins yfir fjörðinn og fjallahringinn.

Leið: Siglufjörður – Hólsdalur – Skógrækt – Hvanneyrarskál – Siglufjörður

 

Innifalið í verði

– Hágæða raffjallahjól

– Fjallaleiðsögumaður

– Fjallahjólahjálmur

 

Ekki innifalið í verði

– Nesti (gott að taka með létt nesti)

 

Hvað á að koma með

– Léttur bakpoki

– Gönguskór / Góðir íþróttaskór

– Þunnir hanskar

– Létt nesti