Hjónin Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir keyptu á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum með draum um að endurbyggja og starfrækja gæðagistingu fyrir útivistarfólk í Fljótum.

Náttúra Fljóta og útivistarmöguleikarnir heilluðu, en ekki síður fólkið og sagan og möguleikar til að bjóða gestum upp á að kynnast þessu dásamlega svæði. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þjónustu og gistingu sem umvefur og yljar, á stað sem opnar tækifæri til óviðjafnanlegra upplifana í stórbrotinni náttúru.

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur margra ára reynslu að því að starfa á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum, þar sem megináherslur hennar hafa verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu. 

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðumrekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.