Hvað er betra en að gefa þeim sem standa okkur nærri tíma til að slaka á og njóta náttúru í hinu ótrúlega landslagi Tröllaskagans? Sóti Summits býður upp á gjafabréf sem gilda fyrir alla þjónustu og ferðir sem í boði eru.

Gjafabréf Sóta eru frábær tækifærisgjöf fyrir fjölskyldur og vini, en einnig geta fyrirtæki keypt gjafabréf fyrir starfsmenn sína.

Hægt er að sérsníða gjafabréf fyrir gistingu, ferðir og eða skipulögð námskeið á vegum Sóta Summits.

Gjafabréfin hjá okkur gilda í heilt ár og það hægt að nota þau hvenær sem er.

Þú getur skoðað ferðir hjá okkur hér eða gistimöguleika okkar.

Sendu okkur tölvupóst á info@sotisummits.is til að fá frekari upplýsingar um verð og hugmyndir um fyrirkomulag og innihald.

Grunnpakkinn inniheldur:

Gisting í eina nótt

Þriggja rétta kvöldverður “að hætti kokksins”

Morgunverður

Aðgengi að Barðslaug