Hvað er betra en að gefa þeim sem standa okkur nærri tíma til að slaka á og njóta upplifunar í fögru landslagi Tröllaskagans? Sóti Summits býður upp á gjafabréf sem gilda fyrir alla þjónustu og ferðir sem í boði eru.

Gjafabréf Sóta eru frábær tækifærisgjöf fyrir fjölskyldur og vini, en einnig geta fyrirtæki keypt gjafabréf fyrir starfsmenn sína.

Við bjóðum grunnpakka með gistingu og notalegheitum á Sóta Lodge, en sérsníðum einnig gjafabréf fyrir gistingu, ferðir og eða skipulögð námskeið á vegum Sóta Summits. Gjafabréfin eru innleysanleg án tímatakmarkana og þau má einnig nýta í feriðir hjá Summit Heliskiing.

Hvernig væri að gefa gjafabréf á gönguskíðanámskeið – eða fjallaskíðaferð? Nú, eða gistingu og hjólaferð á raf-fjallahjóli? Hjá okkur má finna ferðir við allra hæfi, sem allar eiga það sameiginlegt að byggja á gleði og góðri samveru.

Auk hefðbundinna ferða bjóðum við sérhönnuð námskeið í snjóflóðavörnum og fjallaskíðun, en sérsníðum líka ferðir og upplifun eftir löngunum hvers og eins.

Þú getur skoðað ferðir hjá okkur hér og gistimöguleika.

Sendu okkur tölvupóst á info@sotisummits.is til að fá frekari upplýsingar um verð og hugmyndir um fyrirkomulag og innihald gjafabréfa.

 

Grunnpakkinn inniheldur

Gistingu í eina nótt

Þriggja rétta kvöldverð að hætti kokksins

Morgunverðarhlaðborð

Aðgang að Barðslaug, meðe heitum potti og sánu