Sóti býður eftirminnilegt fjallaskíðanámskeið 2023 á Tröllaskaganum!

Hvort sem þú ert að stefna á þína fyrstu brekku utanbrautar, vilt skerpa á þekkingunni eða öðlast nyja, er þriggja daga fjallaskíðanámskeið Sóta Summits 2023 tækifæri sem þú mátt ekki missa af! Tröllaskagi hefur öðlast verðskuldað orðspor sem spennandi áfangastaður þeirra sem vilja fara ótroðnar slóðir á skíðum og á námskeiðum okkar fá þátttakendur þjálfun og fræðslu við hæfi.

Leiðbeinendur okkar eru í úrvalsliði fjallafólks á Íslandi og tryggja öryggi gesta og frábæra skemmtun. Ægifagurt landslagið nyrst á Tröllaskaga býður síðan upp á að  beita nýfenginni þekkingu í sumum skemmtilegustu skíðabrekkum landsins.

Þetta er ómissandi ferð fyrir þá sem vilja sleppa úr amstri hversdagsins og anda að sér fersku fjallalofti. Ferðast verður um fjöllin sem umlykja Fljótin og Siglufjörð, þar sem tækifæri gefst að spreyta sig í brekkum á öllum erfiðleikastigum. Þegar komið er á Sóta Lodge eftir góðan dag getur þú látið líða úr þér og slappa af – við sjáum um að þú njótir og nærist vel.

Fjallaskíði og frábært atlæti

Að skíðadegi loknum er komið heim á Sóta í eftirmiðagshessingu. Á Sóta Lodge er boðið upp á smekklega innréttuð „en suite“ herbergi, sem og aðgang að Barðslaug með heitum potti í næsta húsi. Endurnærandi flotstundir og vatnatygjur undir víðum norðurskautshimni tryggja að allir geti látið líða úr sér eftir átök dagsins.

Rómaður þriggja rétta kvöldverður að hætti Nicolasar, okkar frábæra kokks, slær botninn í dásamlega daga og vel útilátið morgunverðarhlaðborð hleður orkustöðvarnar að morgni dags. vel útilátið hádegisnestitryggir endingu og úthald í útivistinni.

Starfsfólk Sóta Lodge tryggir að öllum líði vel og notalega, en friðsældin í sveitinni tryggir góðan og endurnærandi nætursvefn.

Dagsetningar 2023

24.-26. mars            Örfá pláss laus

31. mars – 2. apríl    NÁMSKEIÐ FULLT

14.-16. apríl              Laus pláss

Hægt er að bæta við dagsetningum fyrir hópa, sé þess óskað

Einkaferð

Innifalið í verði

 • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
 • Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns
 • Snjóflóðabúnaður (bakpoki, skófla, stöng, ýlir)
 • Gæðagisting á Sóta Lodge
 • Après ski á laugardegi
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
 • Flotstund og vatnateygjur á laugardegi

Hvað á að koma með

 • Skíði (fjallaskíði eða splitboard) og búnað (skinn, brodda, stafi, hjálm, skíðagleraugu)
 • Vind- og vatnsheldan jakka
 • Vind- og vatnsheldar buxur
 • Ullarnærföt
 • Hanska
 • Vatnsflösku
 • Sólarvörn
 • Litla sjúkratösku

Verð: (Lágmarksfjöldi í námskeiðið er 8 manns)

 • 89.500 isk á mann. Verð miðast við tvo í herbergi
 • Verð fyrir einn í einstaklingsherbergi er 129.000 isk á mann

Fyrir hverja er ferðin? 

 • Þessi ferð hentar sem eru öllum í góðu líkamlegu formi og hafa einhverja reynslu af skíðamennsku. Leiðsögumaður mun sjá til þess að gönguhraðinn og brekkur henti öllum í hópnum.

Dæmi um mögulega dagskrá, við aðlögum að þínum væntingum (allar tímasetningar eru með fyrirvara)

Dagur 1

16:00 – 18:00: Mæting á Sóta Lodge

18:00: Fundur með leiðsögumanni. Farið yfir komandi skíðadaga og búnað þátttakenda

19:00: Kvöldmatur

Dagur 2

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með í bakpoka)

10:30: Farið yfir búnað og hann prófaður (kennsla í öryggisþáttum: ýlaskoðun og stutt ýlaleit, notkun á snjóflóðastöng)

11:00: Haldið til fjalla. Fljótin eru í næsta nágrenni við Sóta Lodge. Þau eru mikill snjóakista og verður markmið dagsins að æfa sig í bestu brekkunum. Leiðsögumaður mun leiðbeina þátttakendum og veita einstaklingsbundna ráðgjöf.

16:00: Koma á Sóta Lodge.Aprés ski, vatnateygjur og flotstund.

18:30: Farið yfir daginn og næsti dagur skipulagður

19:30: Kvöldmatur

Dagur 3

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför frá Sóta

11:00: Haldið til fjalla. Við finnum bestu brekkur dagsins og njótum lífsins. Nú reynir á nýfengna þekkingu!

14:00: Koma á Sóta Lodge, hægt að fara í sturtu áður en tékkað er út.

15:00: Brottför

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

 • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
 • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
 • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef ferðin fellur niður vegna veðurs:

 • Er hægt að fá endurgreitt að fullu
 • Ferð á aðra dagsetningu
 • Verður ferðaplani breytt til að henta veðri betur