Íslendingar hafa vaknað til vitundar um að hér á Íslandi eru frábærar aðstæður til fjallaskíðaiðkunar. Hvergi eru þær betri en á Tröllaskaganum.

Þessi 3 daga helgarferð er frábær leið fyrir þá sem vilja sleppa úr amstri hversdagsins og anda að sér fersku fjallalofti. Ferðast verður um fjöllin sem umlykja Fljótin og Siglufjörð, þar sem tækifæri gefst að skíða frá fjallstoppi til sjávar. Þegar komið er á Sóta Lodge eftir góðan dag getur þú látið líða úr þér og slappa af, við sjáum um að þú njótir og nærist vel.

Við munum leggja land undir fót og byrja ævintýrið okkar í Fljótunum. Við höldum upp svokallaða Almenninga þar sem mikilfenglegt útsýni er yfir Siglufjörð, Tröllaskagann og Norður Atlantshafið. Þar má reikna með að hækkun sé í kringum 1000 m.

Næsti fjörður er hinn fagri Héðinsfjörður. Snævi þakin fjöllin líta út eins og óskrifuð blaðsíða sem bíður eftir að þú setjir þínar skíðalínur í landslagið. Helstu skíðabrekkur sem má nefna eru Fossaskörð, Hestskarðið, Fílaskálahnjúkur ásamt mörgum fleiri

Síðasti fjörður ferðarinnar er Siglufjörður. Þar munum við halda upp Skarðsdalinn, í átt að Presthnjúk. Frábært útsýni er þar yfir Siglufjörð og þann fjallasal sem umlykur hann.

Fjallaskíði og slökun á Sóta Lodge er eftirminnileg blanda sem að þú ættir ekki að láta framhjá þér fara.

Markmiðið er að í lok ferðar séu gestir endurnærðir á líkama og sál, andlega upprifnir og líkamlega þreyttir eftir góða daga á fjöllum.

 

Innifalið í verði

 • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
 • Leiðsögn faglærðs fjallaleiðsögumanns
 • Snjóflóðabúnaður (bakpoki, skófla, stöng, ýlir)
 • Gæðagisting á Sóta Lodge
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)

Ekki innifalið

 • Fjallaskíði og búnaður – hægt er að leigja úrvals Blizzard Zero G fjallaskíði hjá Sóta Summits.
 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir

Dagsetningar:

 • 26.-28. febrúar (Opið fyrir hópabókanir – Einnig hægt að setja nafn á biðlista – Info@sotitravel.is)
 • 12.-14. mars (Opið fyrir hópabókanir – Einnig hægt að setja nafn á biðlista – Info@sotitravel.is)
 • 9.-11. apríl Opið fyrir almennar bókanir
 • 16.-18. apríl Opið fyrir almennar bókanir
 • 14.-16. maí Opið fyrir almennar bókanir

 

Verð: (Lágmarksfjöldi í ferðina er 8 manns)

 • 85.000 isk á mann 
 • Verð miðast við tvo í herbergi
 • Viltu vera í einstaklingsherbergi?  110.000 isk á mann

Einkaferð: 

 • Viltu sér ferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
  Sendu okkur línu á info@sotitravel.is

Fyrir hverja er ferðin? 

 • Þessi ferð hentar sem eru öllum í góðu líkamlegu formi og ágætlega vanir fjallaskíðum. Leiðsögumaður mun sjá til þess að gönguhraðinn og brekkur henti öllum í hópnum.

 

Hvað á að koma með

 • Skíði (fjallaskíði eða splitboard) og búnað (skinn, brodda, stafi, hjálm, skíðagleraugu)
  • hægt er að leigja úrvals Blizzard Zero G fjallaskíði hjá Sóta Summits.
 • Vind- og vatnsheldan jakka
 • Vind- og vatnsheldar buxur
 • Ullarnærföt
 • Hanska
 • Vatnsflösku
 • Sólarvörn
 • Litla sjúkratösku

 

Dagskrá

Dagur 1

16:00 – 18:00: Mæting á Sóta Lodge

18:00: Fundur með leiðsögumanni. Farið yfir komandi skíðadaga og búnað þátttakenda

19:00: Kvöldmatur

 

Dagur 2

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför (hádegismatur tekinn með í bakpoka)

10:30: Farið yfir búnað og hann prófaður (ýlaskoðun og stutt ýlaleit, notkun á snjóflóðastöng)

11:00: Haldið til fjalla. Fljótin eru í næsta nágrenni við Sóta Lodge. Þau eru mikill snjóakista og verður markmið dagsins að leika sér í bestu brekkunum.

16:00: Koma á Sóta Lodge. Laus tími til að fara í sundlaugina að Sólgörðum og láta líða úr sér eftir daginn

18:00: Farið yfir daginn og næsta dag

19:00: Kvöldmatur

 

Dagur 3

08:00-10:00: Morgunmatur

10:00: Brottför frá Sóta

11:00: Haldið til fjalla. VIð heimsækjum Siglufjörð með það að markmiði að skíða yfir í Fljótin úr Skarðsdal.

14:00: Koma á Sóta Lodge

15:00: Brottför

 

 

 

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:

100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef ferðin fellur niður vegna veðurs:

 • Er hægt að fá endurgreitt að fullu
 • Ferð á aðra dagsetningu
 • Ferðaplani breytt til að henta veðri betur