Hjá Sóta Summits störfum við saman að því að bjóða hágæðaþjónustu og eftirminnilega afþreyingu á Norðurlandi. Við erum með fjölbreyttan bakgrunn og nýtum hann til þess að skapa minnistæðar upplifanir fyrir gesti okkar.

Liðsfélagar

Ólöf Ýrr og Arnar Þór

Eigendur Sóti Summits

Hjónin Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir keyptu á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum með draum um að endurbyggja og starfrækja gæðagistingu fyrir útivistarfólk í Fljótum.

Náttúra Fljóta og útivistarmöguleikarnir heilluðu, en ekki síður fólkið og sagan og möguleikar til að bjóða gestum upp á að kynnast þessu dásamlega svæði. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þjónustu og gistingu sem umvefur og yljar, á stað sem opnar tækifæri til óviðjafnanlegra upplifana í stórbrotinni náttúru.

Ólöf og Arnar leggja metnað sinn í að bjóða fyrirtaks þjónustu og eftirminnilegar upplifanir í ferðum Sóta Summits. Þau eru meðvituð um að teymið á Sóta Lodge er lykill að góðri upplifun gesta og eru stolt af samstarfsfólki sínu.

Ólöf Ýrr Atladóttir

Umsjón með skipulagningu ferða Sóti Summits

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í meira en þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum. Þar hafa megináherslur hennar verið að hvetja til sjálfbærrar, nærandi og ábyrgrar ferðaþjónustu. Hennar metnaður er að tryggja gæðaupplifun gesta, öryggi þeirra og vellíðan.

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðum, rekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.

Ólöf Ýrr heldur utan um alla starfsemi Sóta Summits, en sér þar að auki um leiðsögn í gönguferðum og flotstundir í Barðslaug. Hún hlakkar til að taka á móti ykkur.

Megan Iley

Leiðsögn, markaðs- og sölusamskipti

Megan er bresk. Hún kom fyrst til Íslands árið 2019 of hefur fest hér rætur. Hún flutti á Tröllaskaga 2021 og fann strax að avæðið hafði upp á allt það að bjóða sem norrænt eðli hennar hafði hug á.

Ertu á Siglufirði og að leita að einhverju spennandi að gera? Meg veit ekkert betra en að feila með sér þekingu sinni og ást á Tröllaskagasvæðinu – líttu við og heilsaðu upp á!

Nicolas Gomes

Yfirkokkur og rekstrarstjóri

Sóti Lodge hefur öðlast orðspor fyrir að bjóða gestum sínum upp á frábæran mat, vel útilátinn. Það orðspor hvílir á herðum hans Nicolasar, sem líka sér um að gestir okkar fái þá glaðlegu og faglegu þjónustu sem markmið okkar er að veita.

Eftir að hafa lært til matreiðslumanns í Lycée Flora Tristan, flutti Nicolas til Íslands fyrir sex árum síðan og vann m.a. á Sigló Hóteli áður en hann gekk lið liðs við okkur á Sóta.

Máltíðir Nicolasar á Sóta hafa hlotið mikið lof frá gestum okkar – jafnvel nestipakkarnir hans þykja minnistæðir. Hann er ómetanlegur liðsmaður okkar á Sóta.