Sóti Summits vinnur að því að bjóða upp á hágæða gistingu sem og leiðsögn á norðurlandi, því náum við fram með öryggi, þægindum og gæða þjónustu. Teymið á bakvið Sóta Summits eru með fjölbreyttan bakgrunn og vinna að margvíslegum verkefnum.

Liðsfélagar

Ólöf Ýrr og Arnar Þór

Eigendur Sóti Summits

Hjónin Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir keyptu á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum með draum um að endurbyggja og starfrækja gæðagistingu fyrir útivistarfólk í Fljótum.

Náttúra Fljóta og útivistarmöguleikarnir heilluðu, en ekki síður fólkið og sagan og möguleikar til að bjóða gestum upp á að kynnast þessu dásamlega svæði. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þjónustu og gistingu sem umvefur og yljar, á stað sem opnar tækifæri til óviðjafnanlegra upplifana í stórbrotinni náttúru.

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur margra ára reynslu að því að starfa á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum, þar sem megináherslur hennar hafa verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu.

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðum, rekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.

Ólöf Ýrr Atladóttir

Umsjón með skipulagningu ferða Sóti Summits

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum. Þar hafa megináherslur hennar verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu. Hennar metnaður er að tryggja gæðaupplifun gesta, öryggi þeirra og vellíðan.

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðum, rekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.

Ólöf Ýrr sér um að skipuleggja ferðir Sóta Summits og heldur utan um daglega starfsemi á Sóta Lodge. Hún hlakkar til að taka á móti ykkur.

Sverrir Ómar Ingason

Sölu- og markaðsstjóri

Sverrir Ómar hefur langa reynslu af því að setja saman og selja hvers kyns ævintýri í náttúru Íslands. Hann heldur utan um markaðs- og sölumál Sóta Summits og hans metnaður felst í að hanna og bjóða viðskiptavinum Sóta minnistæða upplifun sem uppfyllir allar þeirra væntingar og vonir.

Ómar er tengill Sóta vid ferðaskrifstofur og aðra ferðaskipuleggjendur, en ekki síður við viðskiptavini sem vilja sérsniðna ferð sem hönnuð er utan um áhugamál og tíma einstakra gesta.

Hafið samband við hann ef ykkur dreymir um sérsniðna ferð í ægifagurri náttúru Norðurlands: omar@sotisummits.is