Sóti Summits vinnur að því að bjóða upp á hágæða gistingu sem og leiðsögn á norðurlandi, því náum við fram með öryggi, þægindum og gæða þjónustu. Teymið á bakvið Sóta Summits eru með fjölbreyttan bakgrunn og vinna að margvíslegum verkefnum.

Liðsfélagar

Ólöf Ýrr og Arnar Þór

Eigendur Sóti Summits

Hjónin Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir keyptu á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum með draum um að endurbyggja og starfrækja gæðagistingu fyrir útivistarfólk í Fljótum.

Náttúra Fljóta og útivistarmöguleikarnir heilluðu, en ekki síður fólkið og sagan og möguleikar til að bjóða gestum upp á að kynnast þessu dásamlega svæði. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þjónustu og gistingu sem umvefur og yljar, á stað sem opnar tækifæri til óviðjafnanlegra upplifana í stórbrotinni náttúru.

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur margra ára reynslu að því að starfa á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum, þar sem megináherslur hennar hafa verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu.

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðum, rekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.

Ólöf Ýrr Atladóttir

Umsjón með skipulagningu ferða Sóti Summits

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum. Þar hafa megináherslur hennar verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu. Hennar metnaður er að tryggja gæðaupplifun gesta, öryggi þeirra og vellíðan.

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðum, rekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.

Ólöf Ýrr sér um að skipuleggja ferðir Sóta Summits og heldur utan um daglega starfsemi á Sóta Lodge. Hún hlakkar til að taka á móti ykkur.

Megan Iley

Leiðsögn, markaðs- og sölusamskipti

Megan er bresk. Hún kom fyrst til Íslands árið 2019 of hefur fest hér rætur. Hún flutti á Tröllaskaga 2021 og fann strax að avæðið hafði upp á allt það að bjóða sem norrænt eðli hennar hafði hug á.

Ertu á Siglufirði og að leita að einhverju spennandi að gera? Meg veit ekkert betra en að feila með sér þekingu sinni og ást á Tröllaskagasvæðinu – líttu við og heilsaðu upp á!

Nicolas Gomes

Yfirkokkur og rekstrarstjóri

Sóti Lodge hefur öðlast orðspor fyrir að bjóða gestum sínum upp á frábæran mat, vel útilátinn. Það orðspor hvílir á herðum hans Nicolasar, sem líka sér um að gestir okkar fái þá glaðlegu og faglegu þjónustu sem markmið okkar er að veita.

Eftir að hafa lært til matreiðslumanns í Lycée Flora Tristan, flutti Nocolas til Íslands fyrir sex árum síðan og vann m.a. á Sigló Hóteli áður en hann gekk lið liðs við okkur á Sóta.

Máltíðir Nicolasar á Sóta hafa hlotið mikið lof frá gestum okkar – jafnvel nestipakkarnir hans þykja m innistæðir. Hann er ómetanlegur liðsmaður okkar á Sóta.