Aðstandendur Sóta Summits eru bundnir náttúru Íslands sterkum böndum og hafa mikla reynslu af útivist.  Við leggjum áherslu að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti okkar.

Ferðaframboð okkar er byggt á grunni þess sem við myndum vilja upplifa og njóta sjálf.

Umhyggja fyrir náttúru og sjálfbærniviðmið í störfum eru leiðarljós okkar og við trúum á nándarferðir, knúnar áfram af eigin orku, beina snertingu við umhverfi okkar, hæga yfirferð og það að finna fegurðina í hinu smáa sem stendur okkur nærri.

Þegar kemur að ferðunum okkar, þá tínum við saman allt það besta sem að Tröllaskaginn og Norðurlandið hefur uppá að bjóða, hvort heldur er um að ræða afreyingu, mat eða gistingu.

Við setjum markið hátt þegar kemur að leiðsögumönnum og starfsfólki. Við viljum segja sögur sem gestir okkar lifa sig inn í, fræða um land og umhverfi og að fólk geti lifað sig inn í náttúru, sögu og menningu þeirra stða sem við heimsækjum. Við tryggjum öryggi gesta okkar og erum kunnáttusöm um þau farar- og leiktæki sem við bjóðum upp á að prófa.

Við skilum heim ánægðum gestum, upprifnum af þeirri upplifun sem ferðin hefur fært, nærð af þeim minningum sem ævintýri dagsins hafa skapað.

Um teymið

Sóti Summits vinnur að því að bjóða upp á hágæða gistingu sem og leiðsögn á norðurlandi, því náum við fram með öryggi, þægindum og gæða þjónustu. Teymið á bakvið Sóta Summits eru með fjölbreyttan bakgrunn og vinna að margvíslegum verkefnum.

Ólöf Ýrr og Arnar Þór

Hjónin Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir keyptu á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum með draum um að endurbyggja og starfrækja gæðagistingu fyrir útivistarfólk í Fljótum.

Náttúra Fljóta og útivistarmöguleikarnir heilluðu, en ekki síður fólkið og sagan og möguleikar til að bjóða gestum upp á að kynnast þessu dásamlega svæði. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar þjónustu og gistingu sem umvefur og yljar, á stað sem opnar tækifæri til óviðjafnanlegra upplifana í stórbrotinni náttúru.

Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur margra ára reynslu að því að starfa á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum, þar sem megináherslur hennar hafa verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu. 

Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðumrekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands. 

Gestur Þór

Gestur Þór starfar sem rekstrarstjóri Sóta Summits og er maðurinn á bakvið ferðaskrifstofuna okkar. Sjálfur er hann ættaður úr Skagafirði, en hefur búið á Siglufirði síðustu 4 ár. Reynsla hans sem fjallaleiðsögumaður nær sig yfir 10 ára tímabil, þar sem hann hefur leitt rafting-, fjallahjóla-, jökla- og ísklifurferðir, auk þess að hafa leitt fjölda fólks á topp Hvannadalshnjúks. Það má með sanni segja að hann hafi haft snertingu við flestar gerðir ævintýraferða á Íslandi.

Gestur Þór er sjúkraflutningamaður og hefur starfað hjá HSN. Einnig er hann meðlimur í björgunarsveitinni Strákar á Siglufirði og var áður hjá Kyndli í Mosfellsbæ.

Gestur mun glaður hanna fyrir þig hina fullkomnu ferð á Norðurlandið.

Margrét Kristinsdóttir

Rekstrarstjóri Sóta Lodge er Margrét Kristinsdóttir. Hennar markmið er að þér líði vel og þú njótir dvalarinnar í hvívetna þegar þú gistir hjá okkur á Sóta Lodge. Margrét á langan feril í hótelstjórnun, móttöku gesta og þjónustu við þá.
Sjálf er hún fædd og uppalin á Siglufirði og er öll hennar fjölskylda þar.

Hennar ástríða er fjallgöngur og að skoða nýja staði. Það er um að gera að spyrja hana um leynistaðina sína þegar þú ert gestur á Sóta.

Hún og aðrir sem standa að Sóta Lodge hafa það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu og skapa skemmtilegar minningar fyrir gesti sína.