Gæðagisting á Norðurlandi

Sóti Lodge er sveitahótel í Fljótum í Skagafirði sem býður viðskiptavinum hágæðagistingu í hjarta Tröllaskaga.

Hótelið er starfrækt í gamla skólahúsinu að Sólgörðum, sem skipar mikilvægan sess í sögu héraðsins. Þar var kennt til ársins 1985. Frá Sóta er víðfeðmt útsýni frá strönd til tinda – í norðri blasir Norðuríshafið við utan við Fljótavík og Haganes, en til austurs skera tindar Austurfljóta himininn og taka móti sólinni að morgni.

Á Sóta eru sjö smekklega innréttuð herbergi, öll útbúin með salerni og sturtu. Við leggjum áherslu á gestrisni, gæði og ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum gæðagistingu með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði inniföldum í herbergisverði, þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr nærbyggðum.

 

 

Herbergin okkar

Á Sóta Lodge er lagt mikið upp úr gæðum, bæði í innréttingum og allri þjónustu. Við bjóðum upp á þrenns konar herbergi, en öll herbergin eru með salerni og sturtu og hágæðadýnum í rúmum, til þess að tryggja þægindi, notalegheit og hvíld að loknum viðburðarríkum dögum. Herbergin eru seld með hálfu fæði og við höfum lagt metnað í að skapa ljúffengan matseðil sem gleður bæði bragðlauka og augu.

Tveggja manna

Tveggja manna herbergin (12m²) eru með tvö einstaklingsrúm, salerni og sturtu.

Bóka herbergi

Hjónaherbergi

Hjónaherbergin eru um 13 m², með tvíbreiðu rúmi, salerni og sturtu.

Bóka herbergi

Þriggja manna

Þriggja manna herbergið er okkar stærsta, um 16 m², með tvíbreiðu rúmi, svefnsófa, salerni og sturtu.

Bóka herbergi

Næringarríkur sveitamatur

Við erum stolt af sterkri stöðu héraðsins í matvælaframleiðslu. Við leitumst við að bjóða upp á lambakjöt úr nágrenni okkar og þrátt fyrir að fiskveiðar hafi lagst af í Haganesvík reynum við af fremsta megni að tryggja að okkar fiskmeti sé veitt af sjómönnum á Tröllaskaga.

Hráefni úr héraði

Við erum stolt af sterkri stöðu héraðsins í matvælaframleiðslu. Við leitumst við að bjóða upp á lambakjöt úr nágrenni okkar og þrátt fyrir að fiskveiðar hafi lagst af í Haganesvík reynum við af fremsta megni að tryggja að okkar fiskmeti sé veitt af sjómönnum á Tröllaskaga.

Gnægtarhorn árstíðanna

Hver árstíð á sitt bragð og sína lykt. Á vorin bíðum við þess að gróandinn hefjist að nýju en í gegnum tíðina höfum við nýtt okkur fuglsegg til að fá dýrmætt ferskmeti að liðnum löngum vetri. Sumarið ber með sér ilmandi laufblöð og jurtir sem í árhundruð hafa verið notuð til að bragðbæta mat og lækna mein. Síðla sumars bætast berin við og uppskera haustsins kitlar bragðlaukana fram á vetur, en haustið er líka tíminn til veiða.

Borið fram með stolti og ánægju

Við erum stolt of okkar héraði og gerum okkar besta til að koma því á framfæri í gegnum matföng og þjónustu. Okkar ósk er að þið njótið hverrar stundar hjá okkur.