Í fótspor feðranna

Í þessari gönguferð þræðum við sögufrægustu leiðirnar á Tröllaskaga, sem tengja saman Ólafsfjörð, Siglufjörð og Fljótin. Leiðsögumaður í ferðinni er Ólöf Ýrr Atladóttir, gönguleiðsögumaður og eigandi Sóta Summits.

Tröllaskaginn er þekktur fyrir mikilfengleg fjöll, djúpa firði og nálægðina við sjóinn. Fjöldi slóða liggja milli dala og fjarða á skaganum og voru á árum áður notaðar sem samgönguleiðir milli bæja. Tilgangur þessara slóða hefur breyst með tímanum, en þær eru enn mikilvægur hluti af ferðaleiðum sumar sem vetur og bjóða upp á einstakt útsýni fyrir göngumenn.

Þrír dagar – þrjár byggðir

Fyrsta daginn hitum við upp með léttri gönguferð á Sótahnjúk, tindinn sem gaf Sóta Summits nafnið sitt. Þetta er formfagur og aðgengilegur hnjúkur sem rís yfir Fljótin. Af toppi hans má sjá vítt um sveitir Flókadals, yfir landnám Hrafna-Flóka Vilmundarsonar. Úti fyrir ströndum gárar sjórinn við sjóndeildarhring, þar sem himininn mætir Norðuríshafinu við ystu brún.

Næsta dag liggur leiðin til Ólafsfjarðar þar sem við fylgjum Botnaleið til Siglufjarðar. Þessi leið tengdi saman Siglufjörð og Ólafsfjörð um aldabil. Við göngum fyrsta spölinn upp eftir Skeggjabrekkudal, áum við botn Héðinsfjarðar og komum svo niður Hólsdal á Siglufirði. Göturnar eru þægilegar, róleg hækkun og aflíðandi brekkur niður í Hólsdal.

Síðasta daginn byrjum við á Siglufirði og göngum þaðan til Fljóta gegnum Siglufjarðarskarð. Siglufjarðarmegin göngum við upp Skarðsveginn upp að skarðinu sjálfu. Á leiðinni niður í Fljótin fylgjum við Póstleiðinni í átt að Hraunum. Þetta er einstaklega falleg leið með ótrúlegt útsýni yfir hafið, fjöllin og Fljótin.

Hágæða viðurgjörningur

Á kvöldin munu ferðalangar njóta kyrrðar og þæginda og hágæðaviðurgjörnings á Sóta Lodge. Eftir stífan göngudag er fátt betra en að slappa af í Barðslaug, sem er í næsta húsi. Eftir það er boðið upp á þriggja rétta veislukvöldverð, þar sem hráefni úr heimabyggð eru undirstaða sannkallaðrar veislu fyrir bragðlaukana.

Þetta er tilvalin ferð fyrir gönguáhugafólk, sem vill njóta sumarsins á göngu í sveitasælu og litbrigðum norðlenskrar náttúru.

Innifalið í verði

 • Allar máltíðir meðan á ferð stendur
   • Morgunverður að morgni laugardags og sunnudags
   • Pakkað nesti á laugardegi og sunnudegi
   • Þriggjarétta kvöldverður við komu á föstudegi og að kvöldi laugardags
 • Leiðsögn reynds leiðsögumanns
 • Gæðagisting á Sóta Lodge
 • Aðgangur að Barðslaug (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
 • Yoga undir leiðsögn kvölds og morgna.

Ekki innifalið

 • Skutl milli staða
 • Slysatryggingar
 • Áfengir drykkir

Dagsetningar

 • 24.-27. júní
 • 15.-18. júlí
 • Fleiri dagsetningar væntanlegar ef aðsókn er næg
 • Einnig er hægt að óska eftir sér dagsetningum fyrir hópa – info@sotitravel.is

Verð: (Lágmarksfjöldi í ferðina er 6 manns)

 •  110.000 isk á mann – Verð miðast við tvo í herbergi
 • 133.000 isk á mann – Verð miðast við einn í herbergi

Einkaferðir

 • Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn?
  Sendu okkur línu á info@sotitravel.is

Fyrir hverja er ferðin? 

 • Ferðin hentar öllu áhugasömu göngufólki sem vill njóta útivistar og einstakrar náttúru Norðurlands. Leiðsögumaður stillir gönguhraða eftir getu hópsins.

Hvað á að koma með

 • Gönguskó
 • Göngubuxur (þægilegar buxur til að ganga í, alls ekki gallabuxur)
 • Vatnsheldar buxur
 • Vatnsheldan jakka
 • Þunnar ullarbuxur
 • Þunna ullarpeysu
 • Bakpoka til dagsferða ( min 20 l )
 • Göngustafi (valkostur)
 • Sólarvörn
 • Litla sjúkratösku
 • Myndavél

Dagskrá

Fimmtudagur

14:00 – Koma á Sóta Lodge

15:00 – Gengið á Sótahnjúk frá Sóta Lodge

18:00 – Barðslaug opin fyrir gesti.

19:00 – Kvöldmatur á Sóta Lodge

Föstudagur

07:00 – Jóga undir leiðsögn

8:00 – Morgunmatur

10:00 – Ekið á Ólafsfjörð

10:30 – Gengið upp Skeggjabrekkudal

13:00 – Hádegismatur í náttúru Tröllaskaga.

16:00 – Koma á Sóta Lodge. Barðslaug opin fyrir gesti.

18:00 – Jóga undir leiðsögn

19:00 – Kvöldmatur á Sóta Lodge

Laugardagur

07:00 – Jóga undir leiðsögn

8:00 – Morgunmatur

10:00 – Ekið á Siglufjörð

10:30 – Brottför frá Siglufirði, gengið upp Skarðsdal

14:30 – Hádegismatur í náttúru Tröllaskaga

16:00 – Koma á Sóta Lodge. Barðslaug opin fyrir gesti.

18:00 – Jóga undir leiðsögn

19:00 – Kvöldmatur á Sóta Lodge

Sunnudagur

07:00 – Jóga undir leiðsögn

8:00 – Morgunmatur

10:00 – Pakkað og gengið frá

12:00 – Brottför frá Sóta Lodge

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

 • 100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
 • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
 • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
 • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef veðurskilyrði kalla á, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

 • Fulla endurgreiðslu
 • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu
 • Dagskrá ferðar aðlöguð aðstæðum