Bátsferð frá Siglufirði um nyrstu strendur Tröllaskaga

Upplifðu sögu og náttúru Norðurstrandar í bátsferð okkar á eikarbátnum Örkinni!

Njóttu dagsins í ljúfri siglingu um söguslóðir Siglufjarðar og nágrennis. Við nyrstu strandir Tröllaskaga hafa íbúar um aldir þurft að takast á við óvægin náttúruöfl og búskaparsagan er saga af seiglu, þrjósku og örlögum. Margir fremstu rithöfundar landsins hafa sótt sér efni í þá atburði sem hér hafa átt ser stað, nú síðast Hallgrímur Helgason í Segulfjarðarópus sínum og Einar Kárason í frásögn sinni af flugslysinu í Héðinsfirði, Þung ský.

Við tökum stefnu út Siglufjörð í átt að landnámi Þormóðar Ramma á Siglunesi. Við dólum okkur um fjörðinn, skoðum landslag, fuglalíf og spáum í mannvist og náttúrusögu. Ef veður og öldufar leyfa, gægjumst við í Héðinsfjörð og rifjum við upp sögur frá fyrri tíð.

Gestum er boðið upp á að renna fyrir fiski um leið og boðið er upp á kaffisopa. Ef gæfan er með okkur, er aldrei að vita nema að við sjáum glitta í þau sjávarspendýr sem eiga heimili sitt við strendur landsins.

Bátsferðir gerast ekki betri.

Verð

Fullorðnir:  11.900 kr

Börn undir 12 ára: 5.950 kr

Innifalið

  • Sagna- og náttúruleiðsögn
  • Veiði
  • Bátsferð
  • Kaffi og létt hressing

Gott er að koma með í bátsferð

  • Vatnsflösku og létt nesti
  • Hlýjan fatnað og skjólfatnað
  • Húfu, trefil og vettlinga
  • Myndavél!
  • Best er að vera í vatnsþolnum skóm.

Mæting

Við hittumst við skrifstofu Sóta Summits við Aðalgötu á Siglufirði. Vinsamlegast mætið um 30 mínútum fyrir brottfarartíma. Ferðin tekur um fjóra tíma, og við áréttum nauðsyn þess að klæða sig vel – það er alltaf kaldara á sjónum en maður býst við.

 

Fastir brottfarartímar 2023:

1. júlí – kl. 10.00

8. júlí – kl. 10.00

15. júlí – kl. 10.00

22. júlí – kl. 10.00

29. júlí – kl. 10.00

5. ágúst – kl. 10.00

12. ágúst – kl. 10.00

19. ágúst – kl. 10.00

Ath. lágmarksfjölda farþega þarf til að bátsferð sé farin.

Aðrir brottfarartímar skv. samkomulagi, fáið upplýsingar og bókið á info@sotisummits.is

 

Sólsetursferð? Einkaferðir mögulegar, fáið upplýsingar og bókið á info@sotisummits.is
Við bjóðum líka skutl fyrir gönguhópa til og frá Siglunes, hafið endilega samband!

Við hlökkum til að fara með þér á sjóinn!