Bátsferð frá Siglufirði um nyrstu strendur Tröllaskaga

Upplifðu sögu og náttúru Norðurstrandar í bátsferð okkar á eikarbátnum Örkinni!

Njóttu dagsins í ljúfri siglingu um söguslóðir Siglufjarðar og nágrennis. Við nyrstu strandir Tröllaskaga hafa íbúar um aldir þurft að takast á við óvægin náttúruöfl og búskaparsagan er saga af seiglu, þrjósku og örlögum. Margir fremstu rithöfundar landsins hafa sótt sér efni í þá atburði sem hér hafa átt ser stað, nú síðast Hallgrímur Helgason í Segulfjarðarópus sínum og Einar Kárason í frásögn sinni af flugslysinu í Héðinsfirði, Þung ský.

Við tökum stefnu út Siglufjörð í átt að landnámi Þormóðar Ramma á Siglunesi. Við dólum okkur um fjörðinn, skoðum landslag, fuglalíf og spáum í mannvist og náttúrusögu. Ef veður og öldufar leyfa, gægjumst við í Héðinsfjörð og rifjum við upp sögur frá fyrri tíð.

Gestum er boðið upp á að renna fyrir fiski um leið og boðið er upp á kaffisopa. Ef gæfan er með okkur, er aldrei að vita nema að við sjáum glitta í þau sjávarspendýr sem eiga heimili sitt við strendur landsins.

Bátsferðir gerast ekki betri.

Verð

Fullorðnir:  11.900 kr

Börn undir 12 ára: 5.950 kr

Innifalið

  • Sagna- og náttúruleiðsögn
  • Veiði
  • Bátsferð
  • Kaffi og létt hressing

Gott er að koma með í bátsferð

  • Vatnsflösku og létt nesti
  • Hlýjan fatnað og skjólfatnað
  • Húfu, trefil og vettlinga
  • Myndavél!
  • Best er að vera í vatnsþolnum skóm.

Mæting

Við hittumst við skrifstofu Sóta Summits við Aðalgötu á Siglufirði. Vinsamlegast mætið um 30 mínútum fyrir brottfarartíma. Ferðin tekur um fjóra tíma, og við áréttum nauðsyn þess að klæða sig vel – það er alltaf kaldara á sjónum en maður býst við.

 

Fastir brottfarartímar kl. 10 alla laugardaga frá 6. júlí.

Ath. lágmarksfjölda farþega þarf til að bátsferð sé farin.

Aðrir brottfarartímar skv. samkomulagi, fáið upplýsingar og bókið á info@sotisummits.is

 

Sólsetursferð? Einkaferðir mögulegar, fáið upplýsingar og bókið á info@sotisummits.is
Við bjóðum líka skutl fyrir gönguhópa til og frá Siglunes, hafið endilega samband!

Við hlökkum til að fara með þér á sjóinn!