Tryggðu þér þátttöku á gönguskíðanámskeiði í Fljótum 2024!

Skíðagöngunámskeið Sóta Summits í Fljótum hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, enda um einstakar aðstæður að ræða. Um er að ræða þriggja daga gönguskíðanámskeið þar sem byrjendum jafnt sem lengra komnum gefst kostur á að auka færni sína á gönguskíðum með aðstoð okkar reyndasta skíðagöngufólks. Brautir eru lagðar rétt við gististaðinn, þannig að ekki þarf að keyra til að komast á skíði (háð snjóalögum), gestir geta þannig lagt bílnum við komu.  Umgjörðin er ekki af verri endanum: undursamleg snjóakistan í Fljótum og dásamleg dvöl á Sóta Lodge.

Sætafjöldi er takmarkaður og stærð hópanna tryggir að allir þátttakendur fá persónulega athygli og þjálfun.

Bókaðu núna eða hafðu samband á info@sotisummits.is og njóttu dásamlegrar upplifunar við ysta haf á Tröllaskaga!

Fljótin – vagga skíðaíþróttarinnar á Íslandi

Fyrir fáum áratugum voru skíði ákjósanlegasti vetrarferðamátinn fyrir heimafólk í Fljótunum. Samfélagið snjóaði inni mánuðum saman en íbúar hikuðu ekki við að skíða á milli húsa. Þeir stofnuðu skíðafélag og ferðuðust til annara landshluta til að keppa á skíðamótum, en fyrsta skíðakeppnin á Íslandi fór fram í Barðshyrnu í Fljótum árið 1905, þegar tuttugu manns öttu kappi í brekkurennsli.

Í dag skíða heimamenn ekki af nauðsyn heldur sér til skemmtunar. Gönguskíðabrautir eru troðnar reglulega og eru þær opnar fyrir bæði heimamenn og gesti. Um páska hvert ár skipuleggur Ferðafélag Fljóta Fljótamót sem er ætíð vel sótt.

Þjálfun og þægindi

Að skíðadegi loknum bíður Sóti Lodge eftir gestum, með þægindum og persónulegri þjónustu. Þar er boðið upp á smekklega innréttuð herbergi með sér salernum og sturtum, sem og aðgang að Barðslaug með heitum potti í næsta húsi. Boðið er upp á endurnærandi flotstundir undir víðum norðurskautshimni.

Rómaður þriggja rétta kvöldverður slær botninn í dásamlega daga og vel útilátið morgunverðarhlaðborð hleður orkustöðvarnar að morgni dags. Í hádeginu stendur valið milli léttrar máltíðar í húsi eða nestis í náttúrunni þegar verður leyfir.

Starfsfólk Sóta Lodge tryggir að öllum líði vel og notalega, en friðsældin í sveitinni tryggir góðan og endurnærandi nætursvefn.

 

Dagsetningar 2024:

19.-21. janúar, kennari Stella Hjaltadóttir FULLT

2.-4. febrúar BÓKUÐ SÉRFERÐ, utanbrautarskíðaferð Skíðagöngugengisins, leiðbeinendur Einar Torfi Finnsson og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir.
Sendið fyrirspurn á info@sotisummits.is!

9.-11 febrúar, kennari Stella Hjaltadóttir, NÝ DAGSETNING

16.-18. febrúar, kennari Lísebet Hauksdóttir  FULLT

23.-25. febrúar, kennari Lísebet Hauksdóttir FULLT

1.-3. mars, kennari Sævar Birgisson FULLT

8.-10. mars, kennari Lísebet Hauksdóttir  FULLT

15.-17. mars, kennari Arnar Ólafsson FJÖGUR PLÁSS LAUS

22.-24. mars, kennari Arnar Ólafsson TVÖ PLÁSS LAUS

 

Verð 2024

Helgarnámskeið:

  • 98.900 kr/mann miðað við tvo í herbergi
  • 128.900 kr/mann miðað við einstaklingherbergi

Þegar þú bókar gegnum hlekkinn hér til hliðar greiðir þú 20% óafturkræft staðfestingargjald til að festa bókunina. Greiða skal eftirstöðvar eigi síðar en tveimur vikum fyrir ferð.

Innifalið í verði

  • Gönguskíðaleiðsögn
  • Troðin gönguskíðabraut (hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum)
  • Skíðaæfingar
  • Kennsla í umhirðu búnaðar
  • Fyrirlestrar
  • Gæðagisting á Sóta Lodge
  • Sloppar og inniskór
  • Allar máltíðir á meðan á dagskrá stendur (staðgóður morgunmatur / vel útilátið dagsnesti / þriggja rétta kvöldverður)
  • Síðdegishressing við komu í hús
  • Aðgangur að Barðslaug (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
  • Endurnærandi flotstund og vatnateygjur á laugardegi

Ekki innifalið í verði

  • Gönguskíðabúnaður
  • Áfengir drykkir
  • Slysatrygging
  • Akstur

Hvað á að koma með?

  • Gönguskíði og skó
  • Gönguskíðastafi
  • Fatnað til útivistar
  • Höfuðljós
  • Sundföt
  • Inniskó

Dagskrá (miðað við helgarnámskeið):

Föstudagur 

15:00-16:00 Gestir mæta og koma sér fyrir

16:15 Kynning á dagskrá, fyrsta skíðaæfingin

18:30 Barðslaug opin

19:30 Þriggja rétta kvöldverður og huggulegheit

Laugardagur

8:00 Morgunmatur

10:00 Önnur skíðaæfingin

12:00 Hádegisverður á Sóta Lodge

14:00 Þriðja skiðaæfingin

17:00 Hressing að hætti hússins

18:00 Barðslaug, endurnærandi flotstund og vatnateygjur

19:30 Þriggja rétta kvöldverður og huggulegheit

Sunnudagur

8:00 Morgunmatur

10:00 Lokaæfing í náttúru Fljóta

13:00 Hádegismatur og brottför

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

  • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
  • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
  • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef námskeiði er frestað vegna veðurskilyrða, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

  • Fulla endurgreiðslu
  • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu