Fljótin eru vagga skíðamennsku á Íslandi og nú gefst kostur á að þjálfa sig þar undir styrkri leiðsögn Sævars Birgissonar.

Fyrir aðeins fáum áratugum voru skíði ákjósanlegasti vetrarferðamátinn fyrir heimafólk í Fljótunum. Samfélagið snjóaði inni mánuðum saman en íbúar hikuðu ekki við að skíða á milli húsa. Þeir stofnuðu skíðafélag og ferðuðust til annara landshluta til að keppa á skíðamótum, en fyrsta skíðakeppnin á ÍSlandi fór fram í Barðshyrnu í Fljótum árið 1905.  Í dag skíða heimamenn ekki af nauðsyn heldur sér til skemmtunar. Gönguskíðabrautir eru troðnar reglulega og eru þær opnar fyrir bæði heimamenn og gesti. Um páska hvert ár skipuleggur Ferðafélag Fljóta Fljótamót sem er ætíð vel sótt.

Við munum troða okkar gönguskíðabrautina í næsta nágrenni við Sóta Lodge, þar má með sanni segja að þú getir rennt þér frá Sóta. Brautin verður gerð með það í huga að hún hennti öllum í hópnum.

Hið glænýja sveitahótel, Sóti Lodge, bíður uppá gönguskíðanámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Til liðs við okkur höfum við fengið Sævar Birgisson. Hann á glæsilegan ferill að baki í gönguskíðum, t.d. má nefna að hann keppti á Ólympíuleikunum í Finnlandi 2014. Hann mun sjáum kennslu á námskeiðinu. Hér gefst áhugasömum núverandi og varðandi skíðaköppum tæki tilvalið tækifæri fyrir að læra frumtökin, nú eða bæta tæknina.

Sóti Lodge bíður uppá einstaka gistingu í glæsilegum herbergjum. Gistingin veitir aðgang að sundlauginni að Sólgörðum, sem er frábær staður til að slaka á eftir góðan dag á gönguskíðum.

 

Allar fyrirspurning sendist á info@sotisummits.is

Staðfestingargjald:

 • 20.000 isk / mann ( ath. staðfestingargjald er óendurkræft nema námskeið falli niður )

Dagsetningar 2022:

 • 28. – 30. janúar
 • 4. – 6. febrúar
 • 11. – 13. febrúar
 • 18. – 20. febrúar
 • 25. 27. febrúar
 • 4. – 6. mars
 • 11. – 13. mars
 • 18. – 20. mars
 • 25. – 27. mars

 

Verð á námskeiði: 

 • Verð fyrir námskeið: 82.500 isk / mann

Herbergi í boði ( verð fyrir allt námskeiðið – verð er fyrir tvo í herbergi )

 • Þriggja manna herbergi: 95.000,-
 • Hjónaherbergi á efri hæð: 64.000,-
 • Hjónaherbergi á neðri hæð: 60.000,-
 • Tveggja manna herbergi efri hæð: 64.000,-
 • Tveggja manna herbergi neðri hæð: 60.000,-

 

 • Dæmi: Tveir á námskeið / saman í herbergi (Hjónaherbergi á efri hæð): 72.000 isk á mann. 

 

Innifalið í verði

 • Allur matur ( Staðgóður morgunmatur / hádegismatur / þriggja rétta kvöldverður )
 • Gönguskíðakennari (Sævar Birgisson)
 • Troðinn gönguskíðabraut ( hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum )
 • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum ( aðeins nokkrum skrefum frá Sóta Lodge )
 • Skíðaæfingar
 • Kennsla í umhirðu búnaðar
 • Fyrirlestrar

 

Ekki innifalið í verði

 • Gönguskíðabúnaður
 • Áfengir drykkir
 • Slysatrygging

 

Hvað á að koma með?

 • Gönguskíði og skó
 • Gönguskíðastafi
 • Fatnaður til útivistar

Föstudagur

14:00-16:00 Gestirnir mæta og koma sér fyrir

16:15 Farið yfir æfingu dagsins

17:00 Skíðaæfing

19:30 Kvöldmatur

20:30 Fyrirlestur

Laugardagur

8:00 Morgunmatur

10:00 Skíðaæfing

12:00 Hádegismatur

14:00 Umhirða á skíðaútbúnaði

16:00 Skíðaæfing

19:30 Kvöldmatur

21:00 Samverustund

Sunnudagur

8:00 Morgunmatur

10:00 Skíðaæfing

12:00 Hádegismatur

 

 

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:

 • 100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
 • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
 • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
 • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef veðurskilyrði kalla á, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

 • Fulla endurgreiðslu
 • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu
 • Dagskrá ferðar aðlöguð aðstæðum