Ólöf Ýrr hefur starfað á flestum sviðum ferðaþjónustu í um þrjá áratugi. Hún gegndi embætti ferðamálastjóra á Íslandi um tíu ára skeið og hefur starfað á alþjóðlegum vettvangi að margvíslegum ferðaþjónustuverkefnum. Þar hafa megináherslur hennar verið að hvetja til sjálfbærrar og ábyrgrar ferðaþjónustu. Hennar metnaður er að tryggja gæðaupplifun gesta, öryggi þeirra og vellíðan.
Á Íslandi hefur hún m.a. starfað sem leiðsögumaður í hálendisgönguferðum og hestaferðum, leiðsagt í einkaferðum, rekið fræðasetur fyrir ferðamenn í Mývatnssveit og unnið sem landvörður í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum norðanlands.
Ólöf Ýrr sér um að skipuleggja ferðir Sóta Summits og heldur utan um daglega starfsemi á Sóta Lodge. Hún hlakkar til að taka á móti ykkur.