Sverrir Ómar hefur langa reynslu af því að setja saman og selja hvers kyns ævintýri í náttúru Íslands. Hann heldur utan um markaðs- og sölumál Sóta Summits og hans metnaður felst í að hanna og bjóða viðskiptavinum Sóta minnistæða upplifun sem uppfyllir allar þeirra væntingar og vonir.
Ómar er tengill Sóta vid ferðaskrifstofur og aðra ferðaskipuleggjendur, en ekki síður við viðskiptavini sem vilja sérsniðna ferð sem hönnuð er utan um áhugamál og tíma einstakra gesta.
Hafið samband við hann ef ykkur dreymir um sérsniðna ferð í ægifagurri náttúru Norðurlands: omar@sotisummits.is