Við leggjum okkur fram um að bjóða úrvals máltíðir sem grundvallast á íslensku hráefni og íslenskum matarhefðum. Allri gistingu hjá okkur fylgir þriggja rétta kvöldmáltíð, næringarrík og bragðgóð. Morgunverðarhlaðborðið leggur línurnar fyrir daginn og gefur orku til upplifana á Tröllaskaga.