Vel heppnaðri ráðstefnu lokið

Nú er nýlokið ráðstefnu Evrópsku Kítínsamtakanna, EUCHIS 2023, sem haldin var á Siglufirði 11.-14. september. Samtökin standa fyrir ráðstefnu þessari annað hvert ár og hafa það að meginmarkmiði að hvetja til hvers kyns rannsókna á kítíni og kítósani. Kítín og afleiða þess, kítósan, eru á Siglufirði unnin úr rækjuskel sem fellur til sem úrgangur frá rækjuvinnslu og væri ella fargað.

Það var gleðilegt að samtökin völdu Siglufjörð sem ráðstefnustað. Hingað til hefur hún farið fram í stórborgum í Evrópu, en til stóð að hún yrði haldin í Moskvu í ár. Um 120 manns sóttu ráðstefnuna, sem lukkaðist vel í alla staði. Gestir komu víða að, en fulltrúar yfir 20 landa sóttu Siglufjörð heim af þessu tilefni.

Sóti Summits sá um skipulagningu ráðstefnunnar

Það var ánægt vísindafólk sem hélt heim á leið eftir fjögurra daga dvöl á Siglufirði. Um 50 erindi voru flutt á ráðstefnunni, en auk þess var sett upp veggspjaldasýning ungra vísindamanna. Dagskráin var þétt, með tveimur samhliða málstofum, auk yfirlitserinda og hringborðsumræðna.

Utan ráðstefnudagkrár var þátttakendum boðið upp á afþreyingu af ýmsu tagi. Þar var lögð áhersla á að gestir fengju að kynnast þessu nyrsta bæjarfélagi Íslands, njóta útiveru í fallegri náttúrunni og skapa tengsl og vináttu sín í milli.

Það sýndi sig að Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur og viðburði af þessari stærðargráðu. Gestir skerptu á ráðstefnunni sjálfri á þekkingu sinni og kynntust því nýjasta í rannsóknum á kítíni og kítósani. Auk þess bauðst þeim að fara í gönguferð í Hvanneyrarskál, njóta bátsferðar um Siglufjörð og spreyta sig á stangveiði, prófa sjókajak, raf-fjallahjól eða fara í kynnisferð um nyrsta hluta Tröllaskaga.

Móttökur í brugghúsinu Segli og Bátahúsi Síldarminjasafnsins sköpuðu skemmtilega umgjörð utan um kvölddagskrána, þar sem siglfirskt tónlistarfólk lét ljós sitt skína.

EUCHIS 2023 var eftirminnilegur viðburður og skapaði frábærar minningar meðal ráðstefnugesta.

 

Fersk umgjörð fyrir ráðstefnuhald

Ráðstefnur eru af ýmsu tagi og vilja stundum renna saman. Það getur verið erfitt að greina á milli viðburða, sem allir fara fram í dauðhreinsuðum ráðstefnusölum stórra hótela í heimsborgum.

Siglufjörður býður andstæðu þess: lítið bæjarfélag, þar sem hlýlega er tekið á móti gestum og þeir verða svolítill hluti samfélagsins þá daga sem þeir dvelja. Hér ganga ráðstefnugestir um götur bæjarins, kynnast heimamönnum og njóta þeirrar þjónustu sem bærinn býður upp á. Við bætist fyrirtaks fundar- og fyrirlestraaðstaða fyrir allt að 120 manns, veitingar og tónlist í hæsta gæðaflokki.

Það er gott að brjóta upp ráðstefnuformið öðru hverju. Það skerpir skilningarvitin og skapar eftirminnilega umgjörð um fræðilega og faglega umræðu.

Sóti Summits býður fram þjónustu við skipulagningu ráðstefna og viðburða á Siglufirði. Hafðu samband og leyfðu okkur að skipuleggja minnisstæðan viðburð fyrir þína félagsmenn!

Hafðu samband á info@sotisummits.is fyrir frekari upplýsingar – okkur þykir fátt skemmtilegra en að skipuleggja vel heppnaðan viðburð.

 

Eftirtaldar stofnanir og fyrirtæki studdu við framkvæmd EUCHIS 2023. Prímex, Genís og Ísfélaginu er sérstaklega þakkað þeirra mikilvæga framlag:

&