Einstök fjallaskíðaferð 2024 um Jökulfirði

Við erum stolt af því að bjóða upp á ógleymanlega, sex daga fjallaskíðaferð 2024 um Jökulfirði við friðlandið á Hornströndum um borð í eikarbátnum Örkinni. Ósnortnar brekkurnar bíða ævintýraþyrstra skíðamanna í þessari náttúruparadís, þar sem heimskautarefurinn gengur frjáls, og einu mannsporin eru þín eigin. Í lok dags er skíðað frá tindi niður að strönd, þar sem næturgistingin bíður við akkeri í botni fjarðar. Sætaframboð er takmarkað svo það er vissara  að hafa samband á info@sotisummits.is sem fyrst!

Jökulfirðir eru engu líkir: víðáttumikið fjalllendi, rofið af djúpum fjörðum og jökuldölum. Engin vélknúin farartæki á landi, þyrlur eða flugvélar eru leyfileg, þannig að ef þú ert að leita að kyrrð, fjarlægð og einstöku ævintýri er þetta skíðaferð fyrir þig.

Fyrirtaksaðbúnaður í eikarbátnum Örkinni

Eikarbáturinn Örkin hefur verið endurnýjaður með natni og býður nú upp á þægilega aðstöðu fyrir landkönnuði. Snyrtilegar káetur tryggja hvíld að loknu dagsverki, á meðan rausnarlegur morgunverður og bragðgóðar máltíðir veita orku í skíðaævintýrin sem bíða á hverjum morgni. Inn í milli gefast tækifæri til að nýta sér róðrarbrettin um borð eða njóta útsýnisins af þilfarinu. Þú getur jafnvel prófað hressandi dýfu í ískaldan Vestfjarðasjóinn!

Dæmi um dagskrá ferðar

Háð veðri og aðstæðum

  • Dagur 1: Við mætum á höfnina á Ísafirði um kl. 11:00. Eftir öryggiskynningu höldum við af stað yfir Ísafjarðardjúp og vörpum akkeri þegar komið er í Jökulfirði. Mögulega verður tækifæri til að skella okkur í stutt rennsli fyrir kvöldverð.
  • Dagar 2-5: Við skinnum upp hlíðar og yfir fjallaskörð milli fjarða og njótum þess að vera ein í þessu stórbrotna ósnortna víðerni. Í lok dags rennum við okkur niður að strönd og erum ferjuð um borð í Örkina til að njóta kvöldsins þar.
  • Dagur 6: Síðasta rennslið að morgni, áður en siglt er til hafnar á Ísafirði. Gert er ráð fyrir að gestir geti tekið síðdegisflug til Reykjavíkur, sé þess óskað.

Innifalið

  • 5 nætur um borð í Örkinni
  • Allar máltíðir á meðan á ferð stendur
  • Öryggiskynning á fyrsta degi
  • Litlir hópar og reyndur fjallaleiðsögumaður
  • Afþreying þá daga sem ekki er siglt

*Hægt er að leigja skíði, skinn og skíðabrodda

*Hægt er að leigja snjóflóðavarnarbúnað (ýli, staf og skóflu)

Dagsetningar

7. apríl 2024

14. apríl 2024

21. apríl 2024

28. apríl 2024 – kvennaleiðangur undir stjórn Hayat Mokhenache  og Söru Hlínar Sigurðardóttur

Verð

514.000 kr./mann í tvíbýli

Hafðu samband á info@sotisummits.is ef þú vilt skipuleggja sérferð fyrir þig og skíðafélagana!

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

  • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
  • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
  • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef ferð er frestað vegna veðurs, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

  • Fulla endurgreiðslu
  • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu