Vestfirðirnir eru gimsteinn í kórónu Íslands og hafa hlotið þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið meðal ferðalanga undanfarin ár. Fjöllin úr elsta bergi Íslands hafa slípast gegnum aldirnar þegar jöklar skriðu fram og hopuðu á víxl. Endalausir firðir og flóar státa af margvíslegu sjávar- og fuglalífi. Brekkur tengja strönd við fjallstinda, með nánast engu landi í milli. Þetta eru Vestfirðir. Hér hefur fólk búið. frá landnámsöld, við erfið lífskjör og með úthaldið eitt að vopni.

Friðlandið á Hornströndum

Á Vestfjörðum er að finna eina af mögnuðustu óbyggðum Íslands. Hornstrandir eru griðastaður fyrir náttúruunnendur, þar sem engin vélknúin farartæki eru leyfð, engar þyrlur lenda og kyrrðin leyfir aðeins hljómkviðu náttúrunnar.

Hornstrandir hafa verið í eyði síðan um miðja síðustu öld og voru friðaðar 1975. Svæðið þekur 580 km2 af fjalllendi og víkum. Mannvistaleifar í mögnuðu landslaginu vekja virðingu fyrir þeim sem byggðu þetta svæði og háðu lífsbaráttuna hér.

Ógleymanleg skíðaferð

Það er á þennan afskekkta og dásamlega stað sem við munum bjóða gestum okkar í skíðaferð í vor um borð í Örkinni. Örkin er klassískur íslenskur eikarbátur, nýuppgerður og búinn öllum nútímaþægindum fyrir ævintýraþyrsta könnuði. Örkin mun þjóna bæði sem farðarskjóti frá Ísafjarðarhöfn og sem gististaður. Hún mun taka á móti okkur þegar við skíðum niður brekkurnar í lok hvers dags, alla leið niður í fjöru.

Ímyndaðu þér bara: þú vaknar við kaffilyktina og ráfar upp á þilfar til að njóta útsýnisins yfir brekkur dagsins. Í morgunkyrrðinni hitar þú hendurnar á bollanum þínum og hlustar á þögnina, sem er bara rofin af róandi öldugjálfri, og mögulega væli frá einmana ref í fjarska. Eftir morgunmatinn er siglt að landi og þú heldur af stað upp hallann að hátindi dagsins. Tindrandi fegurð brakandi snjós undir björtum himni og skörp lyktin af fersku lofti kveikir í öllum skilningarvitum. Þetta er frelsið.

Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í upplifun og gleði á skíðum í friðlandinu á Hornströndum. Skoðaðu framboðið hér og drífðu þig að bóka: það eru takmörkuð pláss, því við viljum að gestir okkar hafi allt plássið í heiminum.