Samflot í Barðslaug

Í samflotstundum í Barðslaug fá þátttakendur tækifæri til að upplifa kyrrð og endurstillingu í þyngdarleysi vatnsins, án meðferðar. Þátttakendur fá flothettu og fótaflot og fljóta sjálfstætt undir umsjón leiðbeinanda. Að loknu floti gefst tækifæri til að slaka á í heita pottinum.

Átta manns geta að hámarki tekið þátt í samfloti hverju sinni og tekur upplifunin um klukkustund í heild.

4.500 kr. á mann

 

Flotmeðferð

Eftir samkomulagi

Í flotmeðferð Flothettu eru þátttakendur leiddir gegnum upplifun sem felur í sér hreyfingar í vatninu, líkamsmeðferð og að lokum fljóta þátttakendur sjálfstætt og njóta þyngdarleysis og slökunar.

Flotmeðferð í vatni losar um streitu, róar hugann og veitir slökun, auk þess að hjálpa til við að endurnæra vöðva líkamans eftir áreynslu. Það slaknar á vöðvum og tognar á stoðkerfi líkamans. Þátttakendur upplifa kyrrð og algjört áreynsluleysi, umvafðir hlýju vatni jarðar undir öruggri stjórn leiðbeinanda. Að lokinni meðferð gefst tækifæri til að slaka á í heita pottinum.

Boðið er upp á einstaklingsmeðferð og tveggja manna stundir, sem upplagðar eru fyrir pör og vini. Meðferðin tekur í heild um klukkustund.

Einstaklingsflotmeðferð: 12.000 kr

Tveggja manna meðferð: 16.000 kr

 

Innifalið:

  • Aðgangur að laug
  • Flotbúnaður og umsjón/meðferð