Ágúst verður indæll – hvert ætlar þú að ganga?
Í ágúst förum við í gönguferðir – við bjóðum gestum okkur að slást í för með okkur og þræða nokkrar af okkar uppáhaldsleiðum, njóta fjallakyrrðar og góðrar samveru og uppgötva einstaka fegurð náttúrunnar hér á Tröllaskaga.
Allar dagsferðir hefjast kl. 10.00 á skrifstofu Sóta Summits vid Aðalgötu á Siglufirði, þar sem við förum yfir útbúnað og skipuleggjum bílferðir. Við ökum svo að upphafspunkti ferðar og njótum dagsins saman undir, um leið og við fræðumst um sögu og náttúru svæðisins. Sé þess óskað, geta gestir að sjálfsögðu hitt hópinn við upphafsstað göngu, en Sóti Summits sér um að aka bílstjórum til að sækja bíla sína í lok göngunnar.
Allar dagsferðirnar er hægt að bóka hér til hliðar með því að velja þá dagsetningu sem um ræðir.
Innifalið í verði dagsferða:
- Skipulagning bílferða
- Leiðsögn reynds leiðsögumanns
Takið með ykkur:
- Vatnsflösku
- Létt nesti
- Léttur bakpoki
- Gönguskór
- Vatnsheldur jakki og buxur
- Húfa og vettlingar
- Vaðskór (á Reykjaheiði)
Laugardagur 6. ágúst – Reykjaheiði
Gangan hefst rétt vid Reykjafoss við Lágheiði, þar sem við stingum tánum kannski ofan í litla laug áður en við göngum af stað. Efst á heiðinni er jörðin gróðursnauð, og viðbrigðin verða því fegurri þegar við göngum niður Böggvistaðadal áleiðis að endastöð á Dalvík.
Athugið að á þessari leið þarf að vaða, þannig að þau sem ekki vilja prófa að þvera á berfætt ættu að taka með vaðskó.
Vegalengd: 15km
Hámarkshæð y.s.: 910m
Erfiðleikastig: 3/5
Laugardagur 13. ágúst – Siglufjarðarskarð
Við hefjum leik með því að ganga hina vel þekktu leið um SIglufjarðarskarð frá Siglufirði í Fljót. Við göngum upp með skíðasvæðinu í skarðið og svo niður gömlu póstleiðina í Fljót, og endum á að rannsaka menjar um fornar verbúðir að Hraunum.
Vegalengd: 11km
Hámarkshæð y.s.: 620m
Erfiðleikastig: 2/5
Laugardagur 20. ágúst – Hestskarðshnjúkur
Nú er komið að fjallgöngu sem tekur á. Hestskarðshnjúkur gnæfir yfir Siglufjörð austanverðan og er vinsæll viðkomustaður fjallaskíðafólks að vetrum. Hér er á brattann að sækja – ekki láta stutta vegalengdina plata þig. Hér er um raunverulega áskorun að ræða og verðlaunin verða ekki bara sú vellíðan sem fylgir því að sigra tindinn, heldur óviðjafnanlegt útsýnið yfir nyrsta hluta Tröllaskaga og langt norður efter Norður-Íshafinu.
Vegalengd: 5km
Hámarkshæð y.s.: 855m
Erfiðleikastig: 4/5
Fimmtudagur 25. – sunnudags 28. ágúst – Í fótspor feðranna!
Við ljúkum ágústmánuði með einstakri þriggja daga gönguferð. Í henni þræðum við nokkrar sögufrægustu leiðirnar á Tröllaskaga, sem tengja saman Ólafsfjörð, Siglufjörð og Fljótin. Leiðsögumaður í ferðinni er Björn Z Ásgrímsson gönguleiðsögumaður, sem hefur margþrætt fornar gönguleiðir á Tröllaskaga og þekkir hverja þúfu.
Á kvöldin munu ferðalangar njóta kyrrðar og þæginda og hágæðaviðurgjörnings á Sóta Lodge. Eftir stífan göngudag er fátt betra en að slappa af í Barðslaug, sem er í næsta húsi, og á laugardeginum er göngugörpum boðið upp á vatnateygjur og slakandi flotstund í lauginni. Öll kvöld er boðið upp á þriggja rétta veislukvöldverð, þar sem hráefni úr heimabyggð eru undirstaða sannkallaðrar veislu fyrir bragðlaukana.
Kynnið ykkur dagskrána og bókið þessa frábæru útvistarferð hér.
Langar big að þræða aðrar leiðir?
Það skortir ekki gönguleiðir á Tröllaskaga og okkur er sönn ánægja að skipuleggja sérferð fyrir þig og þina ef svo ber undir. Sendu okkur tölvupóst á info@sotisummits.is, eða skilaboð hér til hliðar!