Fljótin, Lágheiði, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Héðinsfjörður

Í þessari einstöku gönguskíðaferð verða skíðaðir alls um 40 km í undurfagurri náttúru Tröllaskaga með leiðsögn. Skíðað er yfir Lágheiðina fyrsta daginn frá Fljótum til Ólafsfjarðar, annan daginn verður gengið í nágrenni Siglufjarðar, í Héðinsfirði eða Fljótum, allt eftir aðstæðum og snjóalögum.  Þriðji dagurinn er frjáls og þá er tilvalið skella sér á gönguskíði inni í Hólsdal, upp á skíðasvæðið í Skarðsdal eða á fjallaskíði, nú eða bara slaka á og njóta alls þess sem Sigló Hótel hefur  hefur upp á að bjóða.

Leiðangursstjórar eru hjónin Björn Z. Ásgrímsson og Sóley Ólafsdóttir, bæði vanir skíðagarpar og heimafólk á Tröllaskaga.  Björn er vanur leiðsögumaður sem þekkir svæðið einstaklega vel og skrifaði meðal annars bók FÍ um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum.

Þessi ferð er fyrir fólk sem vill nota gönguskíðin sem ferðamáta til þess að nálgast og njóta ótrúlegrar náttúrufegurðar í landslagi sem er annars illaðgengilegt yfir vetrartímann.  Þessi ferð hentar best fyrir utanbrautargönguskíði, en mögulegt er að nota hefðbundin gönguskíði. 

Það er nauðsynlegt að fólk hafi nokkra reynslu af skíðagöngu eða hafi farið á skíðagöngunámskeið.

Gæði og notalegheit á Sigló Hóteli

Gist er á  Sigló Hóteli sem hefur löngu getið sér gott orð fyrir gæði, þjónustu og fagra staðsetningu við smábátahöfnina á Siglufirði. Herbergin eru himnesk, búin einstökum gæðum og sérstaklega hljóðhönnuð svo þú hvílist sem best. Á veitingastaðnum er dekrað við gesti með ljúffengum mat og drykk. Á Sigló Hóteli er einstakur vín- og kokteilbar og arinstofa með sjávarútsýni. Í sánunni og heita pottinum við fjöruborðið er unaðslegt að slaka á eftir góðan dag á skíðum.

Dagsetning

22.-24. mars 2024

Verð a mann í tvíbýli: 129.900 kr.

Þegar þú bókar gegnum hlekkinn hér til hliðar greiðir þú 20% óafturkræft staðfestingargjald til að festa bókunina. Greiða skal eftirstöðvar eigi síðar en tveimur vikum fyrir ferð.

Innifalið í verði

 • Gisting í Classic tveggja manna herbergi í 3 nætur
 • Fararstjórn í tvo daga – einn dagur er frjáls
 • Ferðir frá Sigló Hóteli að Lágheiði í Fljótum og tilbaka frá Ólafsfirði
 • Fullt fæði á ferðadögum og morgunverður alla daga:
 • 3 x Morgunverður
 • 2 x Léttur hádegisverður úti í náttúrunni
 • 2 x þriggja rétta kvöldverður
 • 1 x Apré Ski og léttar veitingar í arinstofu
 • Sauna og heitur pottur við fjöruborðið – sjósund fyrir þá allra hressustu
 • Yoga/teygjur og leidd slökun í yogasal hótelsins

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

 • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
 • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
 • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef námskeiði er frestað vegna veðurskilyrða, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

 • Fulla endurgreiðslu
 • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu