Fáðu fjöllin í faðminn í snarpri skíðaferð á Tröllaskaga

Kannski ertu meðal þeirra sem vilt skinna upp fjallið til að finnast þú hafa unnið fyrir því að skíða niður ósnerta, snæviþakta brekku. Og þó: kannski dreymir þig þrátt fyrir það um að upplifa dag þar sem þú nýtur bara verðlaunanna, án átaksins. Þessi skíðaferð býður þá upp á allt það sem þig dreymir um – og um að gera að bóka strax. 

Sóti Summits býður, í samvinnu við Summit Heliskiing, snarpa skíðaferð þar sem gestir upplifa dag í þyrluskíðaferð um bestu brekkurnar nyrst á Tröllaskaga, ásamt degi þar sem þyrlan kemur ykkur af stað og þið fáið að njóta náttúru Tröllaskaga fyrir eigin vélarafli. 

Fyrsta flokks þjónusta og leiðsögn

Skíðaleiðsögumenn Summit Heliskiing eru meðal reyndustu fjallaleiðsögumanna landsins og munu tryggja þér eftirminnilega upplifun. 

Gist er á Sóta Lodge í Fljótum, sem skapað hefur sér orð fyrir góða þjónustu, fyrirtaks matseld og dásamlegt umhverfi. Eftir heilan dag með þyrlunni er gestum skilað á Sóta, þar sem hressing bíður, og svo heitur pottur og sána í Barðslaug. Þriggja rétta kvöldverður að hætti kokksins slær svo endahnútinn á dásamlegan dag. 

Eftir hressandi morgunverðarhlaðborð er svo lagt af stað á þyrlunni sem skilar gestum á fyrirtaks fjallaskíðasvæði þar sem hægt er að leika sér það sem eftir lifir. Vel útilátið hádegisnesti báða daga tryggir að krafturinn endist út daginn. 

Láttu eftir þér að upplifa þetta ævintýri við nyrstu strandir! 

Innifalið 

  • 1 klst flugtími á fyrri degi (8 ferðir 
  • Þyrlulyfta í fyrsta rennsli seinni dagsins  
  • Brottför beint frá hóteli 
  • Tveggja nátta gisting á Sóta Lodge 
  • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisnestis á seinni skíðadegi) 
  • Skíðaleiðsögn með úrvalsliði íslenskra fjallamanna
  • Snjóflóðabúnaður (bakpoki, skófla, stöng, ýlir) 
  • Après ski á laugardegi 
  • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
  • Blizzard freeride skíði fyrir þyrluskíðun 

Við vinnum meðNorðurflugi sem fljúga Astar B2 þyrlum. Þær taka fjóra gesti ásamt flugmanni og skíðaleiðsögumanni. 

Verð 

  • 265.000 kr á mann í tvíbýli 
  • 315.000 í einbýli 

Bókunartímabil (dagsetningar að eigin vali) 

  • 26. apríl – 12 maí 2024 

Sérferðir 

  • Viltu sérhannaða ferð fyrir þig og/eða hópinn þinn? Sendu línu á  powder@summitheliskiing.iseða gegnum eyðublaðið hér til hliðar. 

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

  • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
  • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
  • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef ferð er frestað vegna veðurs, er boðið upp á eftirfarandi kosti:

  • Fulla endurgreiðslu
  • Tilfærslu ferðar á aðra dagsetningu