Biðin er á enda – eftirvæntingin hefur verið að byggjast upp og nú er loksins komið að því að halda til fjalla og sinna frumþörfunum, arka um mela og afla matar í sveita síns andlitis með góðum félögum.

Sóti Lodge býður veiðimönnum/konum að leita rjúpna í óviðjafnanlegri náttúru Fljóta, njóta leiðsagnar staðkunnugra um veiðilendur og njóta fyrsta flokks þjónustu í gæðagistingu. Tilvalið er að nýta sér Barðslaug í næsta húsi til að láta líða úr sér göngumæðina fyrir þriggja rétta kvöldverð, þar sem hetjusögur dagsins eru reifaðar.

Leiðsögumaður mun hitta hóp við komu og fara yfir veiðisvæði, aðgang og yfirferð. Einnig mun leiðsögumaður fara yfir ferðaplan hópsins og fylgjast með ferðum þeirra. Það eykur öryggi hóps að geta kallað til leiðsögumann ef eithvað kemur uppá.

  • Hægt er að óska eftir öðrum dögum en settir eru upp á plani – t.d. Sunnudag – Þriðjudags
  • Einnig er í boði að bæta auka dögum við dagskránna. Lágmarksstærð hópa eru 8 manns.

Innifalið í verði

  • Staðgóður morgunmatur
  • Hádegismatur (hægt að pakka og taka með sér til fjalla, sé þess óskað)
  • Þriggja rétta kvöldverður
  • Aðgangur að veiðilöndum í Fljótum

Ekki innifalið í verði

  • Skutl á veiðistaði (hægt að óska eftir)
  • Leiðsögn um veiðisvæði (leiðsögumaður mun hitta hóp og útskýra aðgang að svæðum og yfirferð, auk þess að vera til staðar til aðstoðar ef þarf)

Hvað á að koma með?

  • Almennan veiðibúnað
  • Rjúpnavesti (helst með endurskini)
  • GPS tæki

Dagskrá

Föstudagur

16:00 – 18:00: Mæting á Sóta Lodge

18:00: Fundur með leiðsögumanni

19:00: Kvöldmatur

Laugardagur

07:30-09:00: Morgunmatur

09:00: Brottför á veiðistaði (hádegismatur settur fram fyrir veiðimenn sem vilja taka með sér)

17:30: Koma á Sóta Lodge (sundlaug opinn fyrir veiðimenn)

19:00: Kvöldmatur

Sunnudagur

07:30-09:00: Morgunmatur

09:00: Brottför á veiðistaði (hádegismatur settur fram fyrir veiðimenn sem vilja taka með sér)

16:00: Koma á Sóta Lodge (sundlaug opin fyrir gesti Sóta)

17:00: Heimför