Ferðast á utanbrautargönguskíðum um slóðir forfeðranna
Á undanförnum árum hafa margir fjárfest í utanbrautargönguskíðum, enda bjóða þau upp á frábær tækifæri til að upplifa vetrarlandslag og náttúru á nýjan, en þó aldagamlar hátt. Sóti Summits býður ykkur að koma með okkur í helgarferð í Fljótin, vöggu íslenskrar skíðamennsku þar sem utanbrautargönguskíði eru í aðalhlutverki. Þetta er dásamlegt tækifæri til að njóta náttúrufegurðar og góðrar leiðsagnar í hjarnhvítu vetrarlandslagi.
Leiðbeinandinn
Guðmundur Arnar Ástvaldsson
Guðmundur Arnar er margreyndur gönguskíðaleiðbeinandi og einn af leiðsögumönnum Sóta Summits og Summit Heliskiing. Það eru fáir sem þekkja betur til skíðamennsku í Fljótunum en hann, og hann miðlar bæði kunnáttu og ástríðu fyrir svæðinu.
Verð:
- 99.500 ISK á mann í tvíbýli
- 129.900 ISK í einbýli
Athugið að með því að greiða gegnum bókunarvélina hér til hliðar, festir þú þér ferðina með 20% óafturkæfu staðfestingargjaldi. Fullnaðargreiðslu fer fram 2-3 vikum fyrir ferð. Almennir skilmálar gilda um bókanir í þessa ferð.
Dagsetningar:
20.- 22. febrúar 2026
Dagskrá
Föstudagur
Komið er í Sóta Lodge um kl. 15. Eftir innritun tekur Guðmundur á móti hópnum og fer yfir dagskrá helgarinnar. Að því loknu, um kl. 16:00, förum við í stutta upphitunarferð í Barðslandinu og Flókadal, þar sem þátttakendur æfa sig á hæðum og sléttum og fá leiðsögn í réttri tækni. Við heimkomu bíður sundlaug og ljúffengur þriggja rétta kvöldverður.
Laugardagur
Dagsferð í Fljótunum. Leiðarval fer eftir aðstæðum og snjóalögum. Við tökum með okkur nesti frá Sóta Lodge og njótum göngu í undurfagurri náttúru þar sem dalir og fjöll bjóða upp á fjölbreyttar leiðir. Við heimkomu er boðið upp á vatnateygjur og flotstund í Barðslaug, þriggja rétta kvöldverð og samveru.
Sunnudagur
Helginni lýkur með ferð um ótroðnar slóðir í Flókadal, þar sem gestir fá að kveðja dásemdir Fljótanna – í bili. Þegar við komum í hús bíður léttur hádegisverður áður en haldið er heim á leið – en sem líka er hægt að taka með sér.
Innifalið
- Leiðsögn og kennsla i utanbrautarskíðun
- Tvær nætur á Sóta Lodge, öll herbergi með sérbaðherbergi
- Allar máltíðir á meðan á ferðinni stendur: morgunverður, nesti, og þriggja rétta kvöldverðir
- Aðgangur að Barðslaug, flotstund og teygjur á laugardegi
Ekki innifalið
- utanbrautargönguskíði
- annar útbúnaður