Sóti Summits býður einstakt tækifæri til að læra á sjókajak og njóta náttúrunnar með fuglum vorsins.
Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt? Eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Norðurlands? Komdu með okkur í fjögurra daga ævintýraróður á sjókajak meðfram nyrstu ströndum Tröllaskaga!
Upplifun og fræðsla
Þetta einstaka námskeið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna. Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, sjóbjörgun og umhirðu sjókajaks og útbúnaðar. Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem róið verður á milli staða og út firði eins og veður leyfir og fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni, upplifa nýja sýn á strandlengjuna og fagna vori með farfuglunum.
Þetta námskeið er hannað fyrir alla sem vilja ævintýri, læra almennilega á kayak í góðum félagsskap og eiga yndislegar kvöldstundir á Sóta Lodge, með góðum mat og slökun í Barðslaug.
Tilvalið fyrir vinahópa, útivistarhópa og vinnustaði – hvers kyns hópa sem vilja efla samkennd og samstöðu gegnum sameiginlegar áskoranir og ljúfan félagsskap.
Sóley Björk Stefánsdottir: „… fórum á svona námskeið núna um helgina og það var bara svo æðislegt að ég get ekki stillt mig um að mæla með því!“
Innifalið í verðinu
- Kajaknámskeið
- Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
- Gisting í 3 nætur
- Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
- Gæðagisting á Sóta Lodge
- Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)
Tímasetning
- Maí-Júní 2023
- Fyrirspurnir og hópabókanir sendist á info@sotisummits.is
Verð
- 110.000 isk á mann (verð miðast við tvo í herbergi)
- Viltu vera í einstaklingsherbergi? 135.000 isk á mann
Einkaferð
- Viltu sérferð fyrir þig og/eða hópinn þinn? Sendu okkur línu á info@sotisummits.is
Fyrir hverja er ferðin?
- Byrjendur á sjókajak, en einnig þeim sem eru reyndari en vilja bæta grunntækni á sjókajak.
Hvað á að koma með
- Hlý föt undir kajakgalla
- Ullarnærföt
- Ullarpeysu/ léttan primaloftjakka
- Hanska
- Vatnsflösku
- Sólarvörn