Sóti Summits býður einstakt tækifæri til að læra á sjókajak og njóta náttúrunnar með fuglum vorsins.

Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt?  Eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Norðurlands? Komdu með okkur í fjögurra daga ævintýraróður á sjókajak meðfram nyrstu ströndum Tröllaskaga!

Upplifun og fræðsla

Þetta einstaka námskeið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna.  Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, sjóbjörgun og umhirðu sjókajaks og útbúnaðar.  Kristján Sveinsson, kayakkappi hjá Kontiki, hefur umsjón með námskeiðinu og tryggir að allir fái þjálæfun við hæfi. Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem róið verður á milli staða og út firði eins og veður leyfir og fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni, upplifa nýja sýn á strandlengjuna og fagna vori með farfuglunum.

Námskeiðið er hannað fyrir alla sem vilja ævintýri, læra á kayak í góðum félagsskap og eiga yndislegar kvöldstundir á Sóta Lodge, með góðum mat og slökun í Barðslaug.

Tilvalið fyrir vinahópa, útivistarhópa og vinnustaði – hvers kyns hópa sem vilja efla samkennd og samstöðu gegnum sameiginlegar áskoranir og ljúfan félagsskap.

Sóley Björk Stefánsdottir: „… fórum á svona námskeið núna um helgina og það var bara svo æðislegt að ég get ekki stillt mig um að mæla með því!“

Innifalið í verðinu

  • Kajaknámskeið
  • Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
  • Gisting í 3 nætur
  • Allar máltíðir meðan á dagskrá stendur (allt frá kvöldverði við komu til hádegisverðar á lokadegi)
  • Gæðagisting á Sóta Lodge
  • Aðgangur að sundlauginni að Sólgörðum (aðeins nokkur skref frá Sóta Lodge)

Tímasetning

Verð

  • 110.000 isk á mann (verð miðast við tvo í herbergi)
  • Viltu vera í einstaklingsherbergi?  135.000 isk á mann
Einkaferð

Fyrir hverja er ferðin? 

  • Byrjendur á sjókajak, en einnig þeim sem eru reyndari en vilja bæta grunntækni á sjókajak.

Hvað á að koma með

  • Hlý föt undir kajakgalla
  • Ullarnærföt
  • Ullarpeysu/ léttan primaloftjakka
  • Hanska
  • Vatnsflösku
  • Sólarvörn