Þjóðlagahátíð hefst í dag á Siglufirði

Þjóðlagasetur Íslands stendur fyrir árlegri Þjóðlagahátíð á Siglufirði næstu dagana. Hátiðin hefur verið haldin síðan um aldamót, þegar Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar blés til hennar í fyrsta sinn. Á hátíðinni er boðið upp á fjölda tónlistarviðburða víðsvegar um bæinn, en auk þeirra er boðið upp á námskeið bæði í tónlist og handverki.

Menningarauki að sumarlagi

Þjóðlagahátíð er sannkallaður menningarauki og verðugur minnisvarði um mikilsvert starf sr. Bjarna að söfnun íslenskra þjóðlaga, sem ella hefðu týnst og gleymst. Í gegnum hana er hvatt til nýsköpunar íslenskrar tónlistar um leið og hlúð er að menningararfinum. Einnig heimsækja hátíðina fjöldi erlendra tónlistarmanna ár hvert og veita okkur innsýn í tónlistarheim sinna heimalanda.

Skemmtileg helgi framundan

Helgin lofar góðu – á næstu dögum verður hægt að fara á Flamenconámskeið, dansa þjóðdansa frá Krít og læra að spila undir hjá skottísdönsurum. Þjóðlagaakademían starfar á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju. Alla dagana er boðið upp á tónlistarveislu úr öllum áttum.

Bátsferðir og Siglórölt

Ef hugur gesta stendur til þess að anda að sér örlitlu súrefni og kynnast sögu fjarðar og fólks með nýstárlegum hætti, er tilvalið að skrá sig í ferðir hjá Sóta um helgina.

Á föstudag geta hinir ævintýragjörnu nýtt sér tónleikahlé um morguninn og skellt sér á raf-fjallahjól. Við bjóðum þriggja tíma hjólaferðir með leiðsögn, þar sem ferðast er um dali og hlíðar Siglufjarðar og hjartslátturinn aukinn ogn. Hægt er að bóka ferðir á síðunni okkar her: Fjallahjólaferð

Á laugardag er tilvalið að skella sér í skemmtiferð á eikarbátnum örkinni, hlusta á sögur af mannlífi og náttúru, renna fyrir fiski – og jafnvel syngja til norður-Íshafsins ef sá gállinn er á. Lagt er af stað kl. 10 um morguninn í þriggja tíma ferð sem enginn verður svikinn af, og hægt er bóka miða hér: Bátsferð

Alla daga er boðið upp á Siglórölt, en í þeirri ferð rö-ltum við í rólegheitum um bæinn, skoðum landslag, götur og hús og rýnum í sögu þessa merka bæjar. Þessi ferð er við allra hæfi, hefst kl. 11, og hægt er að bóka hana hér: Siglórölt

 

Sóti Summits er með dagsferðir fyrir alla í allt sumar!

Við bjóðum ferðalanga velkomna á Siglufjörð og hlökkum til að fara með ykkur um okkar heimabyggð.