Gönguferð í Hvanneyrarskál

Þessi ganga leiðir okkur eftir snjóflóðavarnargörðum og vegslóða upp í Hvanneyrarskál.  Á leiðinni lesum við í landslagið og túlkum það sem fyrir augu ber, með því að tengja saman náttúrufar, landslag og sögu staðarins. Þetta er þægileg ganga eftir breiðum stígum og vegslóðum.

Á síldarárunum var Hvanneyrarskál sveipuð rómantískum ljóma sem sérstakur unaðsstaður elskenda. Skálin er í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og þegar upp er komið er hægt að njóta gróðursældar og nátttúrufegurðar í faðmi Hvanneyrarhnjúks og Hafnarhyrnu. Frá endurvarpsstöðinni við brún skálarinnar er frábært útsýni yfir fjörðinn.

 

Við bjóðum síðdegisferðir sumarið 2024

á þriðjudögum, og fimmtudögum kl. 16.30

og laugardögum kl. 10

Viltu ganga í góðra vina hópi? Hafið samband við info@sotisummits.is eða sendið okkur fyrirspurn hér á síðunni – við bjóðum einkaferðir samkvæmt óskum gesta.

Lengd ferðar: u.þ.b. 2 klst.

Verð: 5.900 kr/mann (minnst 2 þátttakendur)

Ókeypis fyrir börn að 15 ára aldrei 

 

Innifalið í verði

  • Leiðsögn og sögustund

Útbúnaður

  • Þægilegur fatnaður fyrir gönguferð
  • Góðir skór til gönguferða (fyrir Hvanneyrarskál)
  • Vatnsflaska (fyrir Hvanneyrarskál)

 

Viltu meira krefjandi gönguferð?  Við bjóðum skemmtilega og klassíska gönguferð um Siglufjarðarskarð með viðkomu í fjörunni að Hraunum – og getum líka sérsniðið leiðarval að þínum þörfum. Hafið samband!