Helgarferð á Tröllaskaga – eða tveggja nátta gisting að eigin vali

Norðanverður Tröllaskagi er tilvalinn áfangastaður fyrir endurnærandi helgarferð – eða örstutt frí í miðri viku. Kyrrðin, náttúrufegurðin og ferska loftið í Fljótum eru engu lík. Fjöldi gönguleiða og afþreyingartækifæra bjóðast í Fljótum og á Siglufirði og gera örfríið að spennandi blöndu hvíldar og útivistar.

Á Sóta Lodge eru þægindi og rólegheit alltaf í forgrunni og því fáir staðir betri til að slaka á. Þriggja rétta kvöldverður er alltaf innifalinn í gistingunni ásamt morgunverðarhlaðborði og aðgangi að Barðslaug með heitum potti og sánu. Gestir njóta afsláttar kjara á allri afþreyingu á vegum Sóta Summits og fyrir þau sem vilja hafa slökunina í fyrirúmi er tilvalið að bóka næturgöngu eða flotupplifun til að dýpka upplifunina enn frekar.

Fjölmargir afþreyingarmöguleikar

Á Siglufirði eru fjölmargir afþreyingarmöguleikar. Síldarminjasafnið, menningarsetrin og Segull brugghús bíða þeirra sem vilja helgarferð með menningarívafi, en fyrir þá sem vilja vera utandyra eru í boði meðal annars styttri og lengri göngur og raf-fjallahjólaferðir. Við hjálpum ykkur með ángæju að skipuleggja ferðina ykkar eins og ykkur þykir mest spennandi.

Lotto það eftir þér að fara í helgarferð í Fljótin – ævintýrin eru nær en þig grunar!

 

Innifalið í verði

Gisting í double eða twin herbergi með sérbaðherbergi í tvær nætur

Þriggja rétta kvöldverður „að hætti kokksins“ bæði kvöldin

Morgunverður báða dagana

Aðgengi að Barðslaug

 

Verð

44.000 kr á mann í tvíbýli

(88.000 kr. fyrir tvo)

74.560 á mann í einbýli

 

 

Kynntu þér gjafakortin hjá okkur – þetta er tilvalin tækifærisgjöf!