Helgarferð á Tröllaskaga
Það er fátt betra en góð helgarferð til þess að rífa sig aðeins útúr rútínu hversdagsins. Þá er tilvalið að skella sér í kyrrðina fyrir norðan og njóta fjalladýrðar og náttúru.
Á Sóta Lodge eru þægindi og rólegheit alltaf markmiðið og því fáir staðir betri til að slaka á. Þægindin af því að það sé alltaf þriggja rétta kvöldverður innifalinn í gistingunni einfaldar lífið og bætir enn í þegar morgunmaturinn og aðgangur að sundlauginni Barðslaug sem er bara nokkur skref frá hótelinu er einnig hluti af pakkanum. Njóttu þess að prófa næturgöngu eða flotupplifun til að dýpka upplifunina enn frekar.
Á Siglufirði er tilvalið að skella sér á Síldarsafnið og á Súkkulaðikaffihús Fríðu til að auka upplifunina af svæðinu. Einnig er hægt að bæta við einhverri skemmtilegri afþreyingu á meðan á dvölinni stendur. Hægt er að velja það í bókunarferlinu eða hafa samband við okkur á info@sotisummits.is fyrir frekari upplýsingar.
Skelltu þér til okkar og njóttu fjalladýrðar og góðs matar allan ársins hring og hafðu í huga að það eru fá herbergi í boði hverju sinni!
Innifalið í verði:
Gisting í double eða twin herbergi með sérbaðherbergi í tvær nætur fyrir tvo
Þriggja rétta kvöldverður „að hætti kokksins“ bæði kvöldin
Morgunverður báða dagana
Aðgengi að Barðslaug
Ekki innifalið í verði:
Drykkir með mat