Páskarnir í Skagafirði

Um páska bregða margir undir sig betri fætinum til að njóta síðustu daga vetrar í fallegu umhverfi. Að áliðnum vetri getur verið nauðsynlegt fyrir sál og líkama að komast aðeins út úr rútínunni og þá er ekkert betra en að skella sér norður á skíði, eða bara gera vel við sig og láta sér liða vel í dásamlegri náttúru Fljóta.

Sóti Lodge er mitt á milli flottra skíðasvæða norðan heiða og tilvalið að prófa sem flest þeirra á meðan gist er hjá okkur. Eftir góðan dag í brekkunum er ómissandi að láta líða úr sér í sveitalauginni í næsta húsi, slaka á í heitum potti og gufubaði á meðan beðið er eftir ljúffengri kvöldmáltíðinni sem er innifalin í verði gistingar.

Fyrir þá sem vilja endurnæra sig ennþá meir er svo hægt að skella sér í flotslökun í Barðslaug og láta alla þreytu líða úr sér í volgu vatninu.

Fljótamót um páskana

Ferðafélag Fljóta hefur undanfarin ár staðið fyrir gönguskíðamóti í Fljótum um páska. Keppt er í ýmsum flokkum og geta allir sem hafa áhuga á gönguskíðum tekið þátt í þessu móti, sem hefur notið vaxandi vinsælda. Frekari upplýsingar um mótið verður að finna á http://fljotin.is/ þegar nær dregur.

Þau sem kjósa að njóta gönguskíða án keppnisanda fá hvergi betra umhverfi en í Fljótunum, vöggu íslenskrar skíðamennsku. Spor eru lögð um dali og sléttur, þar sem fjöllin veita skjól og mikilfenglegt útsýni.

Skíðasvæðin á Tröllaskaga

Á Tröllaskaga er að finna mörg flott skíðasvæði og auk þess er gönguskíðabraut lögð í Fljótum um páskana sem allir geta notið. Skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði er talið með betri skíðasvæðum landsins og er tilvalið að skella sér þangað um páskana. Svo eru líka skíðasvæði á Dalvík og inni á Akureyri sem hægt er að skella sér á líka. Austan Skagafjarðar er Skíðasvæði Tindastóls, sem býður uppá frábæra aðstöðu til skíðaiðkunar bæði fyrir skíði og snjóbretti.  Hvernig sem viðrar ættu gestir á Sóta Lodge að komast í flottar brekkur yfir páskana.

Sóti Lodge býður gestum, sem vilja dvelja í Fljótum frá fimmtudegi til mánudags, sérstakt páskahátíðarverð á gistingu. Verðið gildir ef fjórar nætur eru bókaðar saman. Útivist, fegurð, slökun og dásamlegur matur eru trygging fyrir eftirminnilegri og endurnærandi páskahelgi.

Innifalið:

Gisting á Sóta Lodge frá fimmtudegi til mánudags. Fyrir stærri hópa en tvo er best að senda okkur línu á info@sotisummits.is

Þriggja rétta kvöldverður öll kvöldin.

Morgunverður alla morgna.

Aðgangur að Barðslaug.