Ferðastu milli Fljóta og Siglufjarðar og fáðu samgöngusöguna beint í æð!

Innst í Siglufirði til vesturs er Skarðsdalur, sem flestir þekkja sem skíðasvæði heimamanna. Í botni Skarðsdals má á sumrin sjá veg hlykkjast niður fjallshlíðina frá skarði, sem sprengt var niður árið 1944. Siglufjörður var lengst af utan vegasambands og einangraður frá öðrum byggðum. Árið 1946 var svo opnaður akfær vegur um Siglufjarðarskarð. Hann var aðeins fær á sumrin og var eina landleiðin til Siglufjarðari þar til Strákagöng voru sprengd árið 1967.

Gangan hefst við bæinn Hraun. Þaðan munum við ganga Póstleiðina, slóða sem landpósturinn fór um á hesti á öldum áður. Slóðinn leiðir okkur upp fjallið jafnt og þétt, en mikilfenglegt útsýni er yfir Norður-Íshafið meðan við göngum norður fjallshlíðina. Landslagið er fjölbreytilegt, allt frá hraunhólunum að Hraunum og yfir í heiðarlandslag Tröllaskagans. Þegar við komum í skarðið sjálft blasa við okkur Siglufjörður og Fljótin, hvor til sinnar handar. Úr skarðinu er gengið eftir viðhaldsvegi skíðasvæðisins niður Skarðsdal. Við ljúkum göngunni á Siglufirði, með viðkomu í skógræktarsvæði Siglfirðinga.

Vegalengd: 11-12 km

Tími: 5-6 kist.

Mesta hæð: 620 m

Leið: Hraun – Eggjar – Göngudalur – Siglufjarðarskarð – Skarðsdalur – Skógrækt – Siglufjörður

Tímasetningar:

Fös, lau, sun (frá 9. júní) kl. 10

Innifalið í verði

  • Skutl á upphafsstað göngu (lagt af stað frá skrifstofu Sóta Summits við Suðurgötu)
  • Leiðsögn

Nauðsynlegur búnaður

  • Nesti og drykkir (ekkert vatn á leiðinni)
  • Léttur bakpoki
  • Traustir gönguskór
  • Regnjakki og regnbuxur
  • Húfa og vettlingar