Ferðastu milli Siglufjarðar og Fljóta og fáðu samgöngusöguna beint í æð!

Við bjóðum þér að ganga með okkur um Siglufjarðaskarð í Fljótin fögru. Þetta er afar falleg gönguleið og við flestra hæfi.

Við hittumst á skrifstofu Sóta Summits í Aðalgötu og skipuleggjum bílferðir, áður en við höldum að skíðasvæðinu í Skarðsdal. Þar má á sumrin má sjá bílslóða hlykkjast niður fjallshlíðina frá skarði, sem sprengt var vegna Skarðsvegar sem opnaður var árið 1946. Fyrir þann tíma var Siglufjörður var utan vegasambands og einangraður frá öðrum byggðum. Vegurinn var aðeins fær á sumrin og var eina landleiðin til Siglufjarðar þar til Strákagöng voru opnuð árið 1967.

Gangan hefst við skíðasvæðið í Skarðsdal. Við göngum á gamla Skarðsveginum upp í Siglufjarðarskarðið sjálft, þar sem blasa við okkur Siglufjörður og Fljótin, hvor til sinnar handar. Í norðri birtist mikilfenglegt Norður-Íshafið. Við göngum gömlu póstleiðina, slóða sem landpósturinn fór um á hesti á öldum áður.

Landslagið er fjölbreytilegt, heiðagróður og seftjarnir í hlíðum Tröllaskaga, en hólar og malarrif að Hraunum, þangað sem við stefnum. Þegar niður hlíðina er komið heimsækjum við gamlar hákarlaverstöðvar við sjávarmálið að Hraunum, þar sem göngunni lýkur.

Vegalengd: 11-12 km

Tími: 5-6 kist.

Mesta hæð: 620 m

Leið: Siglufjörður- Skarðsdalur – Siglufjarðarskarð – Göngudalur – Eggjar – Hraun

Tímasetningar:

Samkvæmt samkomulagi – hafið samband á info@sotisummits.is eða í síma 5512200!

Innifalið í verði

  • Skipulag vegna bílferða og skutl með bílstjóra (lagt af stað frá skrifstofu Sóta Summits við Aðalgötu, sótt að Hraunum í lok göngu)
  • Leiðsögn og kaffi á brúsa

Nauðsynlegur búnaður

  • Nesti og drykkir (ekkert vatn á leiðinni)
  • Léttur bakpoki
  • Traustir gönguskór
  • Regnjakki og regnbuxur
  • Húfa og vettlingar