Fimm rétta  jólamatseðill og gisting í fallegu umhverfi með vinum og fjölskyldu

Í skammdeginu er gott að leyfa værðinni að taka yfir, leyfa sér að njóta góðs matar og drykkjar og upplifa aðventu jóla með þeim sem manni þykir vænt um. Fljótin eru sérstaklega falleg á veturna, þegar fönnin hylur landslagið og veik dagskíman slær fölri birtu á hjarnið. Við bjóðum ykkur að njóta þessa tíma með okkur á Sóta Lodge, njóta þess að borða fimm rétta jólamatseðil með frönsku ívafi, eiga ljúfar samverustundir í fallegu umhverfinu og komast í notalegt jólaskap. Þeim sem þarfnast súrefnis og vilja upplifa norðlenskan vetur, má bjóða að stara upp í himininn úr Barðslaug eða prófa myrkurgöngu í nágrenni hótelsins. Hjá okkur er tilvalið að slaka á og njóta með sínum nánustu.

Aðventa á Siglufirði

Það er líka stutt Siglufjörð þar sem hægt er upplifa aðdraganda jóla í nyrsta bæjarfélagi á Íslandi, fara a ekta súkkulaðikaffihús, prófa siglfirskan jólabjór og heimsækja söfn og menningarsetur. Í lok dags er svo hægt að slaka sérstaklega vel á og bóka sig í flotslökun í Barðslaug og láta líða vel úr sér fyrir matinn eða áður en lagt er af stað heim.

Tröllaskagi í aðdraganda jóla

Þótt dagurinn séu stuttir á aðventu er margt í boði fyrir útivistarfólk. Hægt að fara í góða gönguferð út frá hótelinu, hafa með sér gönguskíðin eða skella sér í skíðalyfturnar í Skarðsdal (opnar 4. desember). Í Skagafirði er ríki íslenska hestsins, sem hægt er að kynnast á Sögusetri íslenska hestsins að Hólum í Hjaltadal. Að Hólum býr sagan í hverju steini og hægt að eiga hátíðlega stund með því að heimsækja Hóladómkirkju.

Við erum með í boði sérstaka Aðventupakka fyrir þá sem vilja vera tvær nætur og njóta lengri dvalar á Tröllaskaga. Við liðsinnum ykkur glöð með ferðaskipulagningu og bókun afþreyingar.

Fyrir hópatilboð endilega sendið okkur póst á sotilodge@sotilodge.is

 

Fimm rétta jólamatseðill Sóta Lodge 2021 

Forréttir:

Kastaníuhnetusúpa með foie gras og villisveppamulningi 

Smáréttaplatti: 

  • Reyktur lax með hunangssósu 
  • Grafinn lax með sinnepssósu 
  • Grafin andabringa
  • Grafin heindýravöðvi 

Aðalréttir:

Kjöttvenna 

  • Andabringa með gljáðum ferskum fíkjum 
  • Hamborgarhryggur með trufflusósu 
  • Sykurgljáðar kartöflur og beikonvafðar strengjabaunir 

Saltfiskur með rækjum, beikon risottó og kirsuberjatómatar 

Eftirréttur:

Pistasíu og súkkulaðikaka með óvæntum jólaglaðningi 

 

Innifalið í jólatilboðinu:

Gisting í fallegu herbergi með sérbaðherbergi, 5 rétta jólamatseðill, morgunverðahlaðborð og aðgangur að Barðslaug í næsta húsi.

Hægt er að biðja um herbergi með tveimur rúmum eða hjónarúmi, einnig bjóðum við þriggja manna herbergi með hjónarúmi og einbreiðum svefnsófa.

 

Ekki innifalið:

Drykkir með mat

Akstur og önnur afþreying