Komdu með í einstakt ferðalag til Jökulfjarða með Sóta Summits  í apríl 2024!

Við bjóðum þér að upplifa Hornstrandir á nýjan hátt í þessari sérstöku kvennaferð á Jökulfirði við dyr friðlandsins. Njóttu óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar, samverustunda og samkenndar, oað ógleymdri spennunni við að kanna ótamið landslag Vestfjarða á fjallaskíðum.

Takmarkað framboð – svo bókaðu núna!

Tækifæri til að tengjast – og aftengjast

Við höfum skipulagt ferð, sem stýrt er af konum fyrir konur, þar sem við fögnum því að tengjast vináttuböndum, skora á okkur sjálfar og treysta hver á aðra í áskorunum skíðadaganna. Hér verða skapaðar minningar sem ekki gleymast.

Ferðin hefst á Ísafirði, höfuðbóli Vestfjarða. Þaðan siglum við að Hesteyri þar sem opnast fyrir okkur ósnortinn víðerni snæviþaktra brekkna. Þetta er heimavöllur heimskautarefsins, sem ríkir hér einn í magnaðri kyrrðinni. Her er fullkomið tækifæri til að aftengjast hinu daglega amstri og líða um brekkur frjáls og óheft.

Í fimm daga ætlum við að skinna upp fjallaskörð, skíða hlíðar og sofa í fjörðum og endurstillaokkur í einstakri fegurð Vestfjarða.

Kvennaáhöfn fyrir kvennaævintýri

Skipstjórinn Hayat Mokhenache er reyndur landkönnuður, sem hefur siglt á norðlægum breiddargráðum undanfarin 12 ár. Hún hefur eytt tíma sínum í siglingum í Norðurhöfum – Austur- og Vestur-Grænlandi, Jan Mayen, Noregi og Íslandi. Hún hefur ástríðu fyrir því að styrkja konur á sviði útivistarævintýra. Hayat mun tryggja örugga og spennandi ferð, en sigla um firði af nákvæmni og sérfræðiþekkingu.

Undir stjórn skíðaleiðsögukonunnar Söru Hlínar Sigurðardóttur mun hópurinn kanna Jökulfirði á fjallaskíðum. Sara er frábær skíðakona, einstakur kennari og öruggur leiðsögumaður sem bætir hverja ferð með nærveru sinni.

Örkin, leiðangursbáturinn okkar

Eikarbáturinn Örkin þjónar bæði sem farartæki og gististaður. Hún var upphaflega smíðað sem fiskiskip, en endurbyggð sem þægilegt farþegaskip með heimilislegum sjarma. Hún er fullkomin leiðangursfleyta og er slökunarrýmið okkar, þar sem skipst er á sögum er deilt og vinabönd treyst.

Að kanna óbyggðirnar – og ótaminn andann innra með þér

Komdu með okkur í fjallskiðaferð kvenna frá tindum til stranda í vor og taktu þátt í ógleymanlegri ferð. Þetta verður fallegt ævintýri – vertu með og bókaðu núna.