Páskar eru uppáhalds frídagar margra Íslendinga, sem leggja land undir fót, klyfjaðir hvers kyns útivistargræjum til að njóta þessarar löngu helgi. Ferðalangar flykkjast út til að nýta snjóinn sem enn liggur enn yfir landinu og leyfa sólinni að verma vetrarkaldar kinnar.

Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi heilla ferðalanga með alls konar afþreyingu og skipulagðri dagskrá, skíðasvæði eru skreytt með litríkum yfirhöfnum og fjöll og heiðar fyllast af áhugasömum vetraríþróttaköppum og könnuðum.

Um páskana er tryggt að þorri landsmanna fær fimm daga órofið frí, oft án mikillar fjölskyldudagskrár eins og þeirrar sem er einkennismerki jólahátiðarinnar. Fólk hefur því tíma til að njóta útiveru, slaka á, njóta matar (og súkkulaðis!) og bara almennt fagna því að vera til. Það er fátt betra en að anda að sér skörpu vorlofti, umlukin snævi drifnum fjallahring og vita af þvi að eftir átök í náttúrunni bíður gómsæt máltíð, notaleg sundlaug og jafnvel norðurljósasýn.

Þessi páskahátíð er því miður aftur mörkuð þeim atburðum sem skekið hafa heimsbyggðina á undanförnu ári. Páskaævintýrum margra hefur enn verið slegið á frest. Skíðasvæðin eru lokuð og miðbæirnir hljóðir. Við höldum okkur mestmegnis heima og kúrum með okkar nánustu, í bið eftir því að aðstæður breytist.

Einhverjum er það þó huggun harmi gegn að eldgosið á Reykjanesi býður upp á síbreytilegt sjónarspil dag frá degi og margir heimsækja það oftar en einu sinni sér til upplyftingar. Við fyllumst lotningu og gleði við að sjá nýtt land verða til – nýtt land merkir nýtt upphaf og minnir okkur á umbreytingin er hið eðlilega ástand. Ekkert varir að eilífu. Ekki einu sinni kóvid.

Sóti Summits býður upp á ævintýraferðir á raf-fjallahjólum frá Siglufirði sem heillar alla sem koma með okkur enda okkar allra vinsælasta ferð.

Þegar við mjökumst út úr yfirstandandi takmörkunum á ferðafrelsi, bíður útivistrarþyrstra Íslendinga spennandi dagskrá hjá Sóta Summits: fjallaskíðun, kajaknámskeið, hjólaferðir, göngur…við uppfyllum óskir ykkar og væntingar um eftirminnilegar ferðir í einstakri náttúru Norðurlands.

Sjáumst fljótlega!