…og tækifærið til að bóka frábærar skíðaferðir með Sóta!

Það hefur aldeilis bætt í snjóinn hér á Tröllaskaga og fjallaskíðatímabilið hefur aldrei litið betur út. Við eigum enn laus pláss í fjallaskíðaferðir vetrarins og erum að selja í þyrluskíðaferðir vorsins. Bókaðu núna og njóttu góðs af sviptivindum helgarinnar!

Nú bætti hressilega í snjóinn

Það var lítið um skíðaferðir þessa helgina í Fljótunum. Það blés hressilega og kyngdi niður snjó. Allar leiðir, að austan og vestan, voru lokaðar frá fimmtudagskvöldi og þangað til um hádegi á laugardag.  Í rauninni var ekkert að gera nema að skreppa út til að fá sér súrefni, dást að styrknum í náttúruöflunum og ylja sér í notalegheitum innanhúss þess á milli.

Síðvetrarstormurinn var mikilfenglegur og fagur á sinn hátt. Hann skóf í skafla, hristi tré, huldi bíla og þegar tók að lygna og skyggni batnaði blöstu drifhvítar hlíðar Fljótafjallanna við, þaktar fönn sem bara bíður eftir spenntu skíðafólki. Fegurðin í Fljótunum er aldrei meiri en eftir hressilegan byl.

Ef eitthvað er að marka veðurspár á heldur að bæta í snjóinn á næstunni. Það hefur verið talsverð snjóflóðahætta hér á utanverðum Tröllaskaga, en væntingar okkar standa til þess að  snjóalög verði stöðugri með tímanum. Við erum bjartsýn á að aðstæður verði hinar bestu þegar fjallaskíðaferðirnar okkar hefjast. Og við minnum á að það er alltaf besti kosturinn að ferðast með góðri leiðsögn um fjalllendi að vetri. Leiðsögufólkið okkar er þaulvant íslenskum aðstæðum og standa fáir þeim á sporði þegar kemur að því að tryggja öryggi og skemmtun í fjallaskíðaferðum.

Komdu með okkur í hressandi vorskíðun!

Það líður að páskum og í kjölfar þeirra eru á dagskrá helgarferðir Sóta á fjallaskíðum. Eftir það tekur þyrluskíðatímabilið við. Við bjóðum dagsferðir og styttri ferðir á tilboðsverði í vor, og sérkjör fyrir hópa.  Hafið samband á info@sotisummits.is og tryggið ykkur pláss í þessum vetrarævintýrum og njótið þeirrar ógleymanlegu upplifunar sem við hjá Sóta leggjum okkur fram um að veita.

Sjáumst á skíðum í vor!