Ef sumarið var ekki tíminn…

Nú er sumarið, eins og það svosem var, að syngja sitt síðasta, farfuglar farnir að hugsa sér til hreyfings og skólar að hefjast. Þá fara flestir í haustverkin, koma skikka á daglegt líf og einbeita sér að vinnu um stund. En undir niðri kraumar löngunin í meiri útivist.

…er haustið hann svo sannarlega

Tröllaskagi er fallegur á haustin og þá er dásamlegt að gefa sér tíma til að njóta, kveikja á kertum, hlúa að sjálfinu og leyfa sér jafnvel dekurferð með flotstundum, góðum mat og náttúrufegurð.

Á haustin, eftir að sumarið er komið í sarp minninganna, byrjar líka eftirvæntingin að magnast upp. Á meðan skiptast á skin og skúrir í haustveðráttunni, er beðið eftir að snjórinn hylji jörð og að vetrarleikvöllurinn fyrir skíðaferðir verði tilbúinn. Þegar líður á, erum við farin að vonast eftir úrkomu til að tryggja góð snjóalög fyrir komandi vertíð. Nyrst á Tröllaskaga er að finna ævintýraland skíðafólks, hvort heldur hugurinn stendur til skíðagöngu, fjallaskíðamennsku eða hefðbundinna fjölskylduferða í troðnar brekkurnar í Skarðsdal. Það er hvergi skemmtilegra að vera úti að leika en einmitt hér í faðmi fjallanna.

 

 

Alls konar skíðaferðir hjá Sóta Summits

Sóti Summits hefur undanfarin ár boðið upp á samsettar skíðaferðir og námskeið fyrir skíðagöngu- og fjallaskíðafólk. Ferðirnar hafa notið vaxandi vinsælda og á síðasta ári komust færri að en vildu. Ferðirnar okkar hafa enda upp á allt það að bjóða sem tryggir dásamlega upplifun í snjóakistunni á Tröllaskaga: frábæra leiðbeinendur sem tryggja að gestir fái fræðslu og athygli við hæfi, þétta skíðadagskrá, flotslökun í Barðslaugog yndislegar stundir á Sóta Lodge, þar sem dekrað er við bragðlaukana og tryggt að skíðakappar fái góða hvíld og næga orku. Á gönguskíðanámskeiðunum leggjum við brautir rétt við Sóta Lodge, en fyrir utanbrautarskíðun og fjallaskíði nýtum við fjallahringinn í Fljótum og nágrenni.

Kynntu þér málið!

Við erum búin að opna fyrir bókanir næsta vetrar og bjóðum gönguskíðanámskeið um helgar frá 27. janúar til 26. mars. Námskeiðin okkar er tilvalin fyrir vinahópa og samstarfsfólk sem vill eiga ljúfar og eftirminnilegar stundir á nyrstu slóðum Tröllaskaga.

Hafðu samband og fáið frekari upplýsingar á info@sotisummits.is – við hlökkum til eiga góðar stundir næsta vetur!