Það snjóar á Tröllaskaga

Það snjóar hér nyrst á Tröllaskaga og við sem bíðum skíðatímabilsins gleðjumst í hjarta okkar. Við viljum snjókomu – því meiri því betri. Snjórinn lýsir upp skammdegið og léttir lundu. Snjórinn mýkir útlínur landslagsins, speglar himinbirtuna og dregur í sig hljóðin í umhverfinu. Snjórinn skapar leikvelli vetrarins, á fjöllum sem og á láglendi. Það jafnast fátt á við að skeiða eftir ávölu landslagi á gönguskíðum, bruna niður snævi þaktar brekkur í átt til sjávar – eða bara leika sér á snjóþotum eða þrúgum.

Aðventan er handan við hornið og hér nyrst á Tröllaskaga hefur sólin kvatt um stund. Í stað hennar lýsa fallega skreytt hús á Siglufirði upp vetrarmyrkrið og kallast á við mjúka birtu snævar og stjörnbjarts vetrarhiminsins. Fljótin eru vagga íslenskrar skíðamennsku og hér við nyrstu strandir býður landslagið upp á ógleymanleg ævintýri fyrir fjallaþyrst ævintýrafólk.

Skíðaferðir fyrir íslenskt ævintýrafólk

Sóti Summits býður úrval skíðaferða af öllu tagi, frábært teymi leiðsögufólks og kennara og dásamlegt atlæti á Sóta Lodge. Við byrjum árið á gönguskíðaferðum, sem eru óðum að seljast upp. Þegar því tímabili lýkur taka við fjallaskíðaferðir og námskeið  sem engan svíklja og við endum á snörpu þyrluskíðatímabili, þar sem við höfum lagt okkur sérstaklega fram um að hanna ferðir sem henta Íslendingum. Okkur þykir sérstaklega skemmtilegt að bjóða hópa velkomna og bjóðum sérkjör fyrir þá af ýmsu tagi – hafið samband á info@sotisummits.is og spyrjist fyrir!

Við höfum frá upphafi lagt okkur fram um að bjóða ferðir fyrir Íslendinga til að kynna dásamlega fegurðina nyrst á Tröllaskaga fyrir því skíðafólki sem stendur okkur næst. Það er ekkert sem okkur þykir skemmtilegra en taka á móti nýjum vinum sem koma í hús eftir skíðadaginn geislandi af gleði eftir dásamlegan útivistardag.

Gjafakort Sóta Summits – gjöf sem gleður

Núna fyrir jólin viljum við minna sérstaklega á gjafakortin okkar vinsælu, sem hægt er að útbúa fyrir allar ferðir, þjónustu og námskeið sem við bjóðum upp á. Gjafakortin okkar eru ávísun á einstaka upplifun í faðmi norðlenskra fjalla.

Okkur metnaður er að þið njótið alls hins besta sem útivera í íslenskri náttúru býður upp á. Ævintýrin eru handan við hornið – hjá Sóta Summits.

Leyfið okkur að skapa minningar með ykkur!