Skíðahöfuðborg?

Tröllaskagi er skíðahöfuðborg Íslands“ sagði Ólöf Ýrr Atladóttir, eigandi Sóta Summits í viðtali við Vísi nýverið – og það eru orð að sönnu.

Það væri þó kannski enn réttara að segja að Tröllaskagi sé höfuðborgarsvæði skíðamennsku á Íslandi.  Skipulögðu skíðasvæðin dreifast enda allt frá rótum skagans á Akureyri, til Dalvíkur og í Skarðsdal á Siglufirði. Skaginn er allur ein samfelld útivistarparadís.

Skíðað í frelsinu yst á Tröllaskaga

Sóti Summits starfar við ystu strandir Tröllaskaga, og býður upp á ferðir utan skipulagðra skíðasvæða. Við erum með með bækistöðvar fyrir gesti okkar á Sóta Lodge í Fljótunum fögru. Við skíðum bæði í ljúfu dalalandslagi og í ægifögrum hlíðum fjallanna sem umlykja byggðarlögin yst á skaganum. Hér er paradís hvers kyns skíðamennsku og við bjóðum upp á úrval ferða fyrir hvers kyns skíðafólk.

Sóti Summits starfar með snjóalögum og við hefjum leika á frábærum gönguskiðanámskeiðum. Það eru enn örfá sæti laus í námskeið í febrúar og um að gera að ganga frá bókunum sem fyrst.

Fyrsta gönguskiðahelgi ársins er að baki hjá okkur, með glöðum hópi kvenna sem naut frábærrar kennslu Stellu Hjaltadóttir í rómantísku umhverfi Barðskirkju. Þau sem stjórna snjókomunni og veðrinu voru rausnarleg og fallegt veðrið jók enn á gleðina og fegurðina í útivistinni.

Úrval skíðaferða fram á vor

Fjallaskíðaferðirnar okkar hefjast svo í lok mars. Sala á þeim er í fullum gangi, en við bjóðum bæði ferðir með leiðsögn og einstakt námskeið um utanbrautarskíðun og snjóflóð, sem er í styrkum höndum Leifs Arnar Svavarssonar og Söru Hlínar Sigurðardóttur.

Í apríl bjóðum við líka hinar einstöku skíðaferðir okkar í Jökulfirði, þar sem ferðast er og gíst í eikarbátnum Örkinni, skinnað og skíðað frá tindum til stranda. Þetta eru ævintýraferðir sem að kveður!

Í lok apríl endum við svo á snörpu tímabili með systurfyrirtækinu Summit Heliskiing. Þá bjóðum við bæði lengri þyrluskíðaferðir og skemmtilegar samsettar ferðir. Í þeim njóta gestir eins dags í þyrluskíðamensku og annars í fjallaskíðun sem hefst á þyrludroppi.

Það hefur verið okkur heiður að fá til liðs við okkur úrvalslið íslensks fjallaskíðafólks, og að hafa fengið að njóta þekkingar þeirra, reynslu og þjálfunar. Þau tryggja jákvæða og örugga upplifun gesta af útivistinni og eru líka bara svo skemmtileg!

Það er draumur okkar hjá Sóta Summits að halda áfram að hlúa að því markmiði okkar að efla fjallaskíðaíþróttina meðal almennings á Íslandi. Við viljum að allt skíðafólk hafi tækifæri á að uppgötva og upplifa frelsið sem felst í að ferðast á skíðum og sannreyna að slíkar ferðir eru ekki aðeins fyrir ofurhuga. Leiðsöguteymið okkar, með sína reynslu, menntun og þekkingu á íslenskum aðstæðum er öðru fólki fremur fært um að tryggja frábæra upplifun á fjöllum.

Sjáumst á skíðum í vor!