Gengið í fallegri náttúru Siglufjarðar um söguslóðir

Ferðin hefst við skrifstofu Sóta Sumits að Suðurgötu. Þar hitta gestir leiðsögumann og sameinast í bila, en rétt rúmlega 5 mínútna keyrsla er frá skrifstofu að upphafsstað göngunnar við flugvöllinn innst í firðinum.

Eftir að við höfum skilið bílana eftir við enda flugbrautarinnar hefst gangan. Við göngum Staðarhólsströnd austan Siglufjarðar, milli fjalls og fjöru á leið okkar að Selnefsvita.

Gangan leiðir okkur um söguslóðir á Siglufirði. Við munum ganga gegnum rústir Evangerverksmiðjunnar, síldarverksmiðju sem tók til starfa af miklum metnaði árið 1911. Hún, ásamt litlu þorpi sem risið hafði umhverfis verksmiðjuna, gereyddist í gríðarlegu snjóflóði sem féll árið 1919. Ennþá má sjá menjar um þá starfsemi sem áður var, í árdaga síldarævintýrisins á Siglufirði.

Frá verksmiðjusvæð’inu göngum með áfram í grösugu landslagi að Selnefsvita. Frá Selnefsvita er mikið útsýni á Siglunes, þaðan sem síðustu ábúendurnir fluttu árið 1988.

Upp af Selvíkurvita í austri opnast lítill dalur, Kálfadalur og ef tími gefst munum við ganga upp að Kálfadalsvatni. Þar ríkir kyrrðin ein og mikil náttúrufegurð.

Reyndur leiðsögumaður mun fylgja hópnum og rekja sögu fjarðarins.

Vegalengd: 8 km

Tími: 3.5 – 4 klst

Leið: Siglufjarðarflugvöllur – Evanger rústir – Staðarhólsströnd – Selvíkurvit

Tímasetningar:

Fös, lau, sun (frá 9. júní) kl. 10

Innifalið í verði

  • Leiðsögn

Nauðsynlegur búnaður

  • Nesti og drykkir
  • Léttur bakpoki
  • Traustir gönguskór
  • Regnjakki og regnbuxur
  • Húfa og vettlingar